Tap Heimstaden nam 4,7 milljörðum

Heimstaden er móðurfélag Heimstaden á Íslandi.
Heimstaden er móðurfélag Heimstaden á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Evrópska leigufélagið Heimstaden tapaði 4,7 milljörðum sænskra króna á síðasta fjórðungi ársins 2022, sem jafngildir rúmlega 67 milljörðum íslenskra króna. Á sama ársfjórðungi árið 2021 nam hagnaður félagsins um 7,5 milljörðum sænskra króna.

Félagið kynnti uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung síðdegis á föstudag. Tapið stafar aðallega af lækkun á verðmæti eigna sem var 11,7 milljarðar, að því er norski fréttavefurinn E24 greinir frá.

Verðbólga, stríð og orkukreppa sett strik í reikninginn

Heimstaden, sem er móðurfélag Heimstaden á Íslandi, á um 154 þúsund íbúðir í níu löndum í Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Samanlagt er verðmæti allra íbúða félagsins um 337 milljarðar sænskra króna.

Segir í ársskýrslu félagsins að það hafi orðið fyrir skyndilegum breytingum á markaðsaðstæðum vegna aukinnar verðbólgu, stríðs Rússa í Úkraínu og orkukreppunnar í Evrópu. Sambland af hækkandi vöxtum og horfur á minni vexti hafi leitt til samdráttar í viðskiptum.

Hagnaðist um 2,06 milljarða

Leigufélagið er í eigu fjárfestingafélagsins Fredensborg sem er í eigu Ivars Tollefsen. Tollefsen er í fimmta sæti á lista Kapital yfir 400 ríkustu menn Noregs.

Rekstrarhagnaður leigufélagsins nam 2,06 milljörðum króna á fjórðungnum, samanborið við 1,397 milljarða á fjórða ársfjórðungi árið 2021.

„Þrátt fyrir krefjandi þjóðhagslegt umhverfi skilaði hagkvæmt og fjölbreytt eignasafn okkar sterkri rekstrarniðurstöðu árið 2022,“ segir Helge Krogsbøl forstjóri Heimstaden, en hann tók við starfi forstjóra af Patrik Hall 1. janúar á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK