Brottrekstur Haraldar gæti reynst dýrkeyptur

Haraldur Þorleifsson og Elon Musk.
Haraldur Þorleifsson og Elon Musk.

Brottrekst­ur Har­ald­ar Þor­leifs­son­ar af Twitter gæti reynst sam­fé­lags­miðlaris­an­um dýr­keypt­ur.

Har­aldi, sem var yf­ir­hönnuður hjá fyr­ir­tæk­inu, var sagt upp um helg­ina eins og greint var frá á mbl.is í morg­un

Banda­ríska dag­blaðið New York Times fjall­ar um upp­sagn­ir helgar­inn­ar í dag og seg­ir þær hafa verið að minnsta kosti 200 tals­ins.

Fjölda starfsmanna Twitter var sagt upp um helgina.
Fjölda starfs­manna Twitter var sagt upp um helg­ina. AFP

Stofn­end­urn­ir fengu stærri kjarapakka

Bent er á að á nokkr­ir stofn­end­ur smærri tæknifyr­ir­tækja, sem seldu rekst­ur sinn inn í Twitter og gengu til liðs við fyr­ir­tækið á sama tíma, hafi verið látn­ir hirða sitt haf­ur­task.

Til dæm­is eru nefnd þau Esther Craw­ford, sem stofnaði mynd­spjall­for­rit og leiddi ný­verið þá stefnu­breyt­ingu Twitter að byrja að inn­heimta gjald fyr­ir svo­kölluð auðkenn­is­merki við hlið nafna sinna, og Har­ald­ur, sem stofnaði hönn­un­ar­fyr­ir­tækið Ueno og seldi það til Twitter árið 2021.

„Nokkr­ir stofn­end­anna fengu stærri kjarapakka sem hluta af kaup­un­um á fyr­ir­tækj­un­um þeirra, sem gæti gert það dýr­ara að segja þeim upp þar sem greiða þarf upp hluta­bréf og kaupauka þeirra,“ hef­ur dag­blaðið eft­ir þrem­ur mönn­um sem sagðir eru kunn­ug­ir þess­um kjarapökk­um. 

Hol­lend­ing­ur­inn Martijn de Kuijper, sem einnig seldi fyr­ir­tækið sitt, Revue, til Twitter árið 2021, missti starfið sitt sömu­leiðis um helg­ina eins og vikið var að í um­fjöll­un mbl.is í morg­un.

Kvaðst myndu halda áfram

Áður hef­ur komið fram að Har­aldi sé ekki vel við Elon Musk, for­stjóra Twitter sem keypti fyr­ir­tækið á síðasta ári.

Hann kvaðst þó í maí síðastliðnum ætla að halda áfram hjá Twitter.

„Þar til ein­hver spark­ar mér út,“ bætti hann þá við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK