Loka tveimur pósthúsum og sex póstafgreiðslum

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins.
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins. Ljósmynd/Pósturinn

Á næstu miss­er­um mun Póst­ur­inn loka póst­hús­um sín­um í Mjódd og í Ólafs­vík, en í staðinn verður meðal ann­ars lögð áhersla á póst­box. Einnig á að loka póstaf­greiðslum sex stöðum á lands­byggðinni og kem­ur í staðinn „sam­spil póst­boxaþjón­ustu, póst­bílaþjón­ustu, bréf­beraþjón­ustu og land­póstaþjón­ustu.“ Um er að ræða af­greiðslur í Hvera­gerði, Bol­ung­ar­vík, Súðavík, Greni­vík, Laug­um og Reykja­hlíð.

Í til­kynn­ingu frá póst­in­um seg­ir að í staðinn fyr­ir lok­un póst­hús­anna verði lögð meiri áherslu á „ann­ars kon­ar þjón­ustu“ og er sér­stak­lega vísað til póst­boxa þar sem einnig verði hægt að póst­leggja pakka.

Varðandi póstaf­greiðslurn­ar seg­ir að þrátt fyr­ir breyt­ing­una muni Póst­ur­inn ná að sinna svæðunum vel og „full­kom­lega í sam­ræmi við lög og reglu­gerðir sem um starf­sem­ina gilda.“

Vísað er til þess að sta­f­ræn umbreyt­ing kalli á nýj­ar nálgan­ir og Póst­ur­inn verði að bregðast við því.  „Um leið ber okk­ur bein­lín­is skylda til að leita hag­kvæmra leiða í rekstr­in­um og því eru breyt­ing­ar sem þess­ar óhjá­kvæmi­leg­ar,“ er haft eft­ir Þór­hildi Ólöfu Helga­dótt­ur, for­stjóra Pósts­ins, í til­kynn­ing­unni.

„Mark­mið okk­ar er ávallt að fjölga af­hend­ing­ar­stöðum en það er okk­ur mikið kapps­mál að bæta við póst­boxum í helstu þétt­býliskjarna á lands­byggðinni. Það skipt­ir máli að bjóða upp á þétt dreifinet mót­töku og af­hend­ingastaða til að vera sem næst viðskipta­vin­um okk­ar,“ er jafn­framt haft eft­ir henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK