Meirihlutinn telur málið fullupplýst

Íslandsbanki og Alþingi.
Íslandsbanki og Alþingi. Samsett mynd

Eins og við mátti bú­ast klofnaði stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í af­stöðu sinni til skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um sölu á 22,5% hlut rík­is­ins í Íslands­banka í mars í fyrra. Tel­ur meiri­hlut­inn, sem skipaður er full­trú­um rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, að málið sé að fullu upp­lýst. Minni­hlut­inn tel­ur að Alþingi þurfi að skipa rann­sókn­ar­nefnd til að varpa betra ljósi á málið. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar sem var birt í nóv­em­ber sl. kom fram að standa hefði þurft bet­ur að und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd söl­unn­ar.

Að mati meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar tókst sal­an heilt yfir vel, en ein­staka hluta fram­kvæmd­ar­inn­ar hefði þurft að fram­kvæma með vandaðri hætti. Þau atriði höfðu eft­ir sem áður ekki áhrif á niður­stöðu máls­ins, og ekk­ert gefi til kynna að lög eða regl­ur hafi verið brotn­ar við fram­kvæmd söl­unn­ar af hálfu ráðherra eða Banka­sýsl­unn­ar. Niður­stöður nefnd­ar­inn­ar verða til umræðu í þing­inu í dag.

Álit meiri­hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK