Netverslun Íslendinga erlendis dregst saman

Erlend netverslun hefur dregist saman.
Erlend netverslun hefur dregist saman. Ljósmynd/Colourbox

Landsmenn keyptu 12,9% minna frá erlendum netverslunum í janúar síðastliðinn miðað við í janúar í fyrra. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala erlendrar netverslunar lækkað um 12,9% en 27,2% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Mestur samdráttur var í flokki fataverslunar (-20,3%) og áfengisverslunar en á milli ára jókst erlend netverslun með vörur frá lyfja-, heilsu-, og snyrtivöruverslunum (18,2%) og í erlendri verslun með matvöru (59,2%).

Verslað á netinu fyrir 1,93 milljarða í janúar

Samtals keyptu Íslendingar vörur frá erlendum netverslunum fyrir tæpa 1,93 milljarða króna í janúar síðastliðnum en þar af voru tæpar 912 milljónir króna vegna fataverslunar, rúmar 234 milljónir króna vegna verslunar með heimilisbúnað, raf- og heimilistæki og tæpar 174 milljónir króna vegna byggingavöruverslunar.

Til samanburðar keyptu landsmenn vörur frá innlendum netverslunum fyrir rúma 3,7 milljarða króna í janúar síðastliðinn. Þar af voru tæpar 296 milljónir króna vegna fataverslunar, 987 milljónir króna vegna verslunar með heimilisbúnað, raf- og heimilistæki og rúmar 157 milljónir króna vegna byggingavöruverslunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK