Ljósmyndaverslunin Reykjavík Foto fékk fyrir áramót söluleyfi fyrir Leica hér á landi. Leica
er eitt þekktasta vörumerki heims í framleiðslu myndavéla.
„Það er mikill heiður fyrir okkur að fá þetta umboð og geta boðið fólki hér á landi upp á bæði aðgengi að vörunum sem og þjónustu við þær,“ segir Bjarki Þór Reynisson, eigandi Reykjavík Foto, í samtali við ViðskiptaMoggann, spurður um söluleyfið.
„Ég var upphaflega að leita að myndavél fyrir sjálfan mig en þegar samtalið við Leica hófst kom í ljós að þeir höfðu áhuga á því að eiga í samstarfi við Reykjavík Foto.“
Framleiðsla á Leica-myndavélum hófst í Þýskalandi í upphafi síðustu aldar. Bæði atvinnuljósmyndarar og áhugamenn um ljósmyndun hafa litið svo á að um hágæðamerki sé að ræða, eitt það besta í þessu fagi. „Það er stundum sagt að Leica sé Rolls Royce ljósmyndaheimsins. Vélarnar eru handsmíðaðar og vandaðar og hafa notið mikilla vinsælda, enda reynslan af þeim góð,“ segir Bjarki Þór.
Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.