Fossar fjárfestingabanki hefur ráðið Heiðrúnu Haraldsdóttur í starf forstöðumanns á rekstrarsviði.
Heiðrún hefur unnið í fjármálastarfsemi í yfir tuttugu ár. Áður starfaði hún hjá Arion banka sem rekstrarstjóri fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs. Þar hefur hún einnig verið á fjármálasviði.
Hún hefur einnig starfað sem sérfræðingur hjá Íslandsbanka, rekstrarstjóri hjá Senu og fjármálastjóri hjá Hér & Nú.
Fossar er fjárfestingabanki sem var stofnaður árið 2015 og þjónustar fjárfesta á sviði markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og eignastýringar.