Björgvin Víkingsson hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus.
Björgvin hefur starfað sem forstjóri Ríkiskaupa frá árinu 2020 en hann er með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun frá ETH háskólanum í Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands.
„Björgvin hefur víðtæka reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf. Þá hefur Björgvin jafnframt haldið vinnustofur og kennt vörustjórnun og stefnumarkandi innkaup við Háskólann í Reykjavík,“ segir í tilkynningu.