Alls bárust sex umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits, en staðan var auglýst í byrjun febrúar og rann umsóknarfrestur út 27. febrúar.
Umsækjendur um embættið eru:
Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra.
Í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að þriggja manna hæfnisnefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra skipar mun fara yfir umsóknir og meta hæfni umsækjenda. Einn nefndarmanna skal skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabankans en formaður er skipaður án tilnefningar.
Unnur Gunnarsdóttir hefur verið varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabankans, en í janúar var greint frá því að hún hefði beðist lausnar frá embætti. Hún mun láta af störfum í byrjun maí. Hún hefur gegnt starfinu í 11 ár, fyrst sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 2012. Í samtali við Morgunblaðið sagðist hún telja tímabært að láta starfið í hendurnar á öðrum enda telji hún 10-12 vera hæfilegan tíma.