Tekur nokkrar vikur að flytja banka

Byggingarframkvæmdir hófust í ágúst 2019. Arkitektar eru Nordic Architects og …
Byggingarframkvæmdir hófust í ágúst 2019. Arkitektar eru Nordic Architects og C.F Møller og verkfræðihönnun er unnin af Eflu. Arkitektarnir báru sigur úr býtum í samkeppni sem bankinn stóð fyrir og hét tillaga þeirra Kletturinn. ÞG verk sá um uppsteypu hússins og Íslenskir aðalverktakar um fullnaðarfrágang. Byggingin skartar íslensku brágrýti og setur svip á miðborgina. Myndin er tekin í Reykjastræti. mbl.is/sisi

Landbankinn er að undirbúa flutninga úr 12 húsum í Kvosinni og tveimur húsum í Borgartúni yfir í nýja húsið í Austurhöfn. Um 600 starfsmenn bankans verða í húsinu. Undanfarnar vikur hafa tækniprófanir og uppsetning á búnaði staðið yfir, bæði af hálfu verktaka og starfsfólks upplýsingatæknisviðs bankans, upplýsir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans.

„Við stefnum að því að hefja flutninga seinna í þessum mánuði og að þeir muni standa yfir í nokkrar vikur,“ segir Rúnar.

Framkvæmdum við þann hluta hússins sem hýsir Landsbankann (60%, eða um 10.000 fermetrar) lýkur í sumar. Þá er stefnt að vinnubúðir sem eru næst Hörpu verði fjarlægðar í mars og að öllum frágangi við lóð verði að mestu lokið síðsumars.

Hið nýja Landsbankahús í Kvosinni er alls rúmlega 16 þúsund fermetrar auka bílakjallara. Húsið er í heildina 7 hæðir, þar af eru fimm hæðir ofan jarðar og tvær hæðir neðanjarðar, þar sem bílakjallari er sameiginlegur með öðrum byggingum á reitnum. Heildarflatarmál byggingarinnar er því um 22.000 m². Húsið er klætt utan með íslensku blágrýti, stuðlabergi, sem kemur úr Hrepphólanámu í Hrunamannahreppi.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í dag, laugardaginn 4. mars.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK