Íslandspóstur tapar áfram

Íslandspóstur hefur fengið um 1,7 milljarða króna úr vösum skattgreiðenda …
Íslandspóstur hefur fengið um 1,7 milljarða króna úr vösum skattgreiðenda á liðnum þremur árum til að bæta fyrir alþjónusturekstur fyrirtækisins. Þá lagði íslenska ríkið félaginu til 1,5 milljarða króna í nýtt hlutafé árið 2019 þegar lánum ríkisins var breytt í hlutafé. Ríkissjóður hefur því lagt félaginu til rúma þrjá milljarða króna á fjögurra ára tímabili. mbl.is/​Hari

Tap Íslandspósts á síðasta ári nam um 628 milljónum króna. Aftur á móti er 665 milljóna króna styrkur frá ríkinu vegna alþjónustubyrði bókfærður sem tekjur í reikningum félagsins sem skilar hagnaði upp á tæpar 37 milljónir króna.

Ríkisstyrkurinn hækkaði um rúmar 100 milljónir króna á milli ára en á árinu 2021 nam hann um 563 milljónum króna. Bókfærður hagnaður félagsins var þó um 256 milljónir króna 2021.

Bókfærður hagnaður félagsins síðustu tvö ár nemur þannig um 293 milljónum króna en án ríkisstyrkjanna nemur tap síðustu tveggja ára um 936 milljónum króna.

Tekjur ríkisfyrirtækisins, þar sem ríkisstyrkurinn er meðtalinn, lækkuðu um tæpar 285 milljónir króna á milli ára og námu tæpum 7,2 milljörðum króna í fyrra. Rekstrarkostnaður félagsins hækkaði um 192 milljónir króna og nam tæpum 6,7 milljörðum króna. Aftur á móti lækkuðu langtímaskuldir fyrirtækisins um rúmar 558 milljónir króna á árinu en eigið fé Íslandspósts var um 3,6 milljarðar króna í árslok. Starfsmönnum Íslandspósts fækkaði um rúma 40 á árinu en launakostnaður hækkaði þó um tæpar 46 milljónir króna. Það má að hluta rekja til þess að Íslandspóstur var í fyrra dæmdur til að greiða biðlaun til fyrrverandi starfsmanna vegna endurskipulagningar á rekstri á fyrri árum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út laugardaginn 4. mars. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK