Arðgreiðslurnar lykilþáttur í ríkisfjármálum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar 2023.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar 2023. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagði ár­ang­ur Lands­virkj­un­ar í rekstri og arðgreiðslur frá fé­lag­inu á kom­andi ári vera lyk­ilþátt í rík­is­fjár­mál­um næstu ára og í hag­sæld þjóðar­inn­ar. Þetta kom fram í ávarpi hans á árs­fundi Lands­virkj­un­ar.

Lands­virkj­un hagnaðist á síðasta ári um 23 millj­arða og sagði Bjarni að ríkið mætti eiga von á 20 millj­arða króna arðgreiðslu til rík­is­ins í ár vegna þess. Um er að ræða met­hagnað, annað árið í röð, en hagnaður síðustu tveggja ára nem­ur sam­tals um 44 millj­örðum.

Bjarni fór yfir það hvernig orku­sjálf­stæði Íslend­inga væri grunn­ur að framtíð Íslands. Þannig væri Ísland í lyk­il­stöðu við orku­skipti. Boðaði hann meðal ann­ars orku­skipti á hafi inn­an tíðar.

Gerði vind­myll­ur að um­fjöll­un­ar­efni

Sagði hann að loft­lags­mál væru í for­gangi hjá Íslend­ing­um. Ísland væri með mannauð í orku­mál­um sem mik­il eft­ir­spurn væri eft­ir um all­an heim.

Nefndi hann að vind­myll­ur væru notaðar um all­an heim og vel þess vert fyr­ir Íslend­inga að skoða þann val­kost. Mik­il vinna ætti sér stað í stjórn­kerf­inu við að skapa reglu­verk í kring­um þá upp­bygg­ingu. Vilji sé til að fara var­lega en mikl­ir hags­mun­ir og tæki­færi séu til staðar.

Hann sagði fyr­ir­séð að þörf væri á meiri orku til framtíðar og mik­il­vægt að setja sér stefnu­mörk­un í þeim efn­um til framtíðar.

Lyk­ilþátt­ur í rík­is­fjár­mál­um 

Nefndi hann að í ljósi góðrar af­komu Lands­virkj­un­ar megi ríkið eiga von á 20 millj­arða króna í arðgreiðslu. Sé það til marks um sterka skulda­stöðu Lands­virkj­un­ar sem hafi unnið í því und­an­far­in ár að greiða niður skuld­ir.

Nefndi hann að þess­ar arðgreiðslur séu einn af þeim lyk­ilþátt­um í mark­miðum rík­is­fjár­mála og gæti gefið svig­rúm til skatta­lækk­ana til framtíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK