Valgeir Gunnlaugsson betur þekktur sem Valli flatbaka hefur selt veitingastaðinn Íslensku Flatbökuna. Nýir eigendur munu taka við rekstrinum í lok mars en það eru athafna- og veitingarmennirnir Páll Ágúst og Hafþór Rúnar, en saman reka þeir matarvagninn PopUp Pizza.
Valli stofnaði Íslensku flatbökuna í febrúar 2015 og fagnaði því 8 ára starfsafmæli nú á dögunum. Ásamt því að hafa rekið flatbökuna þá er Valli einn af eigendum Indican ásamt Páli Óskari. Þetta kemur fram í tilkynningu.
„Flatbakan er barnið mitt sem ég hef nært og gefið alla mína athygli og orku síðastliðin 8 ár. Það hefur gengið vel og ég er virkilega þakklátur fyrir það. En uppá síðkastið hef ég þurft að sinna hinu barninu mínu sem er Indican og öll mín orka og athygli fer í það núna ásamt öðrum verkefnum. Mér fannst því vera kominn tími á að rétta flatböku kyndilinn áfram,“ er haft eftir Valla í tilkynningunni.
Þar kemur einnig fram að með nýjum eigendum fylgi áherslu breytingar en Valli kveður veitingastaðinn þó í góðum og traustum höndum.