Tap samstæðu Berjaya Hotels Iceland nam á síðasta reikningsári um 583 milljónum króna, samanborið við tap upp á 1,8 milljarða fyrir árið þar á undan.
Berjaya Hotels, áður Icelandair Hotels, breytti í fyrra fjárhagsári sínu þannig að það gildir frá júlí til júní.
Tekjur félagsins á tímabilinu námu um 10 milljörðum króna en voru aðeins um 1,5 milljarðar árið á undan (þegar heimsfaraldur geisaði).
Tap félagsins hefur numið um 7,6 milljörðum króna frá árinu 2019.
Þrátt fyrir tveggja milljarða króna hlutafjáraukningu í fyrra var eigið fé neikvætt í lok tímabilsins um 734 milljónir króna.