Byggja hugbúnað gegn peningaþvætti

Emilía segir að Covid-faraldurinn hafi hraðað þróun lausna eins og …
Emilía segir að Covid-faraldurinn hafi hraðað þróun lausna eins og þeirrar sem Arango smíðar. Kristinn Magnússon

Markaðurinn fyrir skilvirka og sveigjanlega lausn fyrir framkvæmd áreiðanleikakannana er stór að sögn Emilíu Ottesen, „Customer Success Manager“ þekkingarfyrirtækisins Arango, sem þróar slíka lausn. Kerfið hjálpar tilkynningarskyldum aðilum að framkvæma áreiðanleikakannanir á lögaðilum og einstaklingum. Þær þarf að framkvæma vegna laga frá 2018 um varnir gegn peningaþvætti.

Tilkynningarskyldir aðilar skulu samkvæmt lögunum afla viðeigandi upplýsinga og gagna sem gera þeim kleift að kanna og meta áhættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá nýjum og núverandi viðskiptavinum.

Ýtir á fyrirtæki

Emilía segir að eftirlitsaðilar séu nú þegar farnir að sekta fyrirtæki fyrir að uppfylla ekki kröfur um framkvæmd áreiðanleikakannana. Sektirnar ýti á tilkynningaskyld fyrirtæki að skoða lausnir til að uppfylla lögin og einfalda bæði sér og viðskiptavinum framkvæmdina.

Tilkynningarskyld fyrirtæki eru af ýmsum toga að sögn Emilíu og þarfir þeirra eru að hluta til ólíkar þegar kemur að virkni og framkvæmd. Þar má nefna t.d. allar bókhalds- og endurskoðendastofur landsins, fasteignasölur, bílasölur, fjármálastofnanir og lífeyrissjóði. „Við erum núna að þjónusta yfir þrjátíu viðskiptavini með lausninni okkar og þeim fer ört fjölgandi,“ segir Emilía.

Hún segir að kerfið hafi komið á markað á síðasta ári. Með samningi við Félag bókhaldsstofa hafi búnaðurinn verið lagaður að þeirra þörfum og nú sé helmingur félagsmanna að nota hann.

Emilía segir að lausnin auki skilvirkni við áreiðanleikakannanir töluvert. Hún minnki handavinnu og auki yfirsýn yfir ferlið í heild sinni. Fólk þurfi ekki lengur að senda skjöl út um hvippinn og hvappinn til að afla upplýsinga og undirskrifta. Allar áreiðanleikakannanir eru sendar með einu handtaki og tilkynningarskyldir aðilar hafi yfirsýn á einum stað.

Greinin birtist í heild sinni í Morgunblaðinu 21. febrúar sl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK