Byggja hugbúnað gegn peningaþvætti

Emilía segir að Covid-faraldurinn hafi hraðað þróun lausna eins og …
Emilía segir að Covid-faraldurinn hafi hraðað þróun lausna eins og þeirrar sem Arango smíðar. Kristinn Magnússon

Markaður­inn fyr­ir skil­virka og sveigj­an­lega lausn fyr­ir fram­kvæmd áreiðan­leikak­ann­ana er stór að sögn Em­il­íu Ottesen, „Cu­stomer Success Mana­ger“ þekk­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ar­ango, sem þróar slíka lausn. Kerfið hjálp­ar til­kynn­ing­ar­skyld­um aðilum að fram­kvæma áreiðan­leikak­ann­an­ir á lögaðilum og ein­stak­ling­um. Þær þarf að fram­kvæma vegna laga frá 2018 um varn­ir gegn pen­ingaþvætti.

Til­kynn­ing­ar­skyld­ir aðilar skulu sam­kvæmt lög­un­um afla viðeig­andi upp­lýs­inga og gagna sem gera þeim kleift að kanna og meta áhættu á pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka hjá nýj­um og nú­ver­andi viðskipta­vin­um.

Ýtir á fyr­ir­tæki

Em­il­ía seg­ir að eft­ir­litsaðilar séu nú þegar farn­ir að sekta fyr­ir­tæki fyr­ir að upp­fylla ekki kröf­ur um fram­kvæmd áreiðan­leikak­ann­ana. Sekt­irn­ar ýti á til­kynn­inga­skyld fyr­ir­tæki að skoða lausn­ir til að upp­fylla lög­in og ein­falda bæði sér og viðskipta­vin­um fram­kvæmd­ina.

Til­kynn­ing­ar­skyld fyr­ir­tæki eru af ýms­um toga að sögn Em­il­íu og þarf­ir þeirra eru að hluta til ólík­ar þegar kem­ur að virkni og fram­kvæmd. Þar má nefna t.d. all­ar bók­halds- og end­ur­skoðenda­stof­ur lands­ins, fast­eigna­söl­ur, bíla­söl­ur, fjár­mála­stofn­an­ir og líf­eyr­is­sjóði. „Við erum núna að þjón­usta yfir þrjá­tíu viðskipta­vini með lausn­inni okk­ar og þeim fer ört fjölg­andi,“ seg­ir Em­il­ía.

Hún seg­ir að kerfið hafi komið á markað á síðasta ári. Með samn­ingi við Fé­lag bók­halds­stofa hafi búnaður­inn verið lagaður að þeirra þörf­um og nú sé helm­ing­ur fé­lags­manna að nota hann.

Em­il­ía seg­ir að lausn­in auki skil­virkni við áreiðan­leikak­ann­an­ir tölu­vert. Hún minnki handa­vinnu og auki yf­ir­sýn yfir ferlið í heild sinni. Fólk þurfi ekki leng­ur að senda skjöl út um hvipp­inn og hvapp­inn til að afla upp­lýs­inga og und­ir­skrifta. All­ar áreiðan­leikak­ann­an­ir eru send­ar með einu hand­taki og til­kynn­ing­ar­skyld­ir aðilar hafi yf­ir­sýn á ein­um stað.

Grein­in birt­ist í heild sinni í Morg­un­blaðinu 21. fe­brú­ar sl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK