Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland, segir að markaður fyrir skráða sérhæfða sjóði (Nasdaq Iceland Alternative Investment Fund Market), sem Nasdaq kynnti til leiks í vikunni, sé kærkomin viðbót.
„Við höfum fundið fyrir áhuga markaðsaðila á stofnun markaðar fyrir skráða sérhæfða sjóði og erum því mjög stolt af því að geta boðið upp á þennan nýja valkost. Skráning sérhæfðs sjóðs á skipulegan markað býr til trausta og gagnsæja umgjörð utan um aðkomu stofnanafjárfesta, eins og lífeyrissjóða, að ýmiss konar sérhæfðum fjárfestingum. Við teljum að þetta verði kærkomin viðbót við markaðinn og geti stutt við ýmis spennandi fjármögnunarverkefni í efnahagslífinu,“ segir Baldur í tilkynningu frá Nasdaq Iceland.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.