Miðbær Hafnarfjarðar eftirsóttur

Íbúðirnar eru hannaðar með það í huga að falla vel …
Íbúðirnar eru hannaðar með það í huga að falla vel að umhverfi sínu.

Þrátt fyr­ir þung­an róður fyrstu kaup­enda og hátt vaxta­stig hef­ur gengið vel að selja nýj­ar íbúðir og versl­un­ar­rými á Dvergs­reit við Lækj­ar­götu í Hafnar­f­irði. Tólf íbúðir af nítj­án eru seld­ar, en þær voru skráðar á sölu fyr­ir rétt tæp­lega viku síðan.

Aron Freyr Ei­ríks­son, fast­eigna­sali á fast­eigna­söl­unni Ási, seg­ir greini­lega eft­ir­spurn vera eft­ir eign­um sem þess­um, og að hrein­lega hafi verið beðið eft­ir því að íbúðirn­ar færu á sölu.

„Þetta er hóp­ur sem er að minnka við sig og leit­ast eft­ir ná­lægðinni við bæði miðbæ­inn og kaffi­hús­in,“ seg­ir Aron Freyr um kaup­enda­hóp­inn, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann. „Allt eru þetta aðilar sem hafa keypt til þess að búa hérna.“

Lestu ít­ar­legri um­fjöll­un í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK