Mjög góð bókunarstaða bílaleiga

Miðað við bókunarstöðuna hjá bílaleigunum er von á góðu ferðamannasumri …
Miðað við bókunarstöðuna hjá bílaleigunum er von á góðu ferðamannasumri næsta sumar. Árni Sæberg

Bók­un­arstaða bíla­leig­anna er mjög góð fyr­ir sum­arið og auðveld­ara er að fá bíla af­henta en fyr­ir ári.

Stein­grím­ur Birg­is­son, fram­kvæmda­stjóri Bíla­leigu Ak­ur­eyr­ar, seg­ir að miðað við sama tíma á síðasta ári sé bók­un­arstaðan mjög góð. „Það var enn Covid-ástand á þess­um tíma í fyrra, en staðan núna er mun betri burt­séð frá því.“

Hann seg­ir að nú þegar sé t.d. búið að bóka þriðjung þess magns sem júní í fyrra endaði í.

Stein­grím­ur seg­ir að ekki sé út­lit fyr­ir skort á bíla­leigu­bíl­um á land­inu í sum­ar. „Við erum að kaupa 1.700 bíla fyr­ir sum­arið og þeir eru byrjaðir að ber­ast okk­ur. 

Mik­il nýt­ing í vet­ur

Sig­fús B. Sig­fús­son, for­stjóri bíla­leig­unn­ar Hertz, seg­ist vera bú­inn að panta nær alla þá bíla frá bílaum­boðunum sem hann þarf fyr­ir sum­arið, 1.200-1.300 bíla. Hann seg­ir að pant­an­ir ferðamanna fyr­ir vorið og sum­arið líti ótrú­lega vel út eins og hann orðar það og seg­ist sjald­an eða aldrei hafa séð jafn góðar bók­an­ir. Enn­frem­ur seg­ir hann að mik­il nýt­ing hafi verið á flot­an­um í vet­ur. Heild­ar­floti Hertz verður 3.800-4.000 bíl­ar í sum­ar.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK