Mjög góð bókunarstaða bílaleiga

Miðað við bókunarstöðuna hjá bílaleigunum er von á góðu ferðamannasumri …
Miðað við bókunarstöðuna hjá bílaleigunum er von á góðu ferðamannasumri næsta sumar. Árni Sæberg

Bókunarstaða bílaleiganna er mjög góð fyrir sumarið og auðveldara er að fá bíla afhenta en fyrir ári.

Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að miðað við sama tíma á síðasta ári sé bókunarstaðan mjög góð. „Það var enn Covid-ástand á þessum tíma í fyrra, en staðan núna er mun betri burtséð frá því.“

Hann segir að nú þegar sé t.d. búið að bóka þriðjung þess magns sem júní í fyrra endaði í.

Steingrímur segir að ekki sé útlit fyrir skort á bílaleigubílum á landinu í sumar. „Við erum að kaupa 1.700 bíla fyrir sumarið og þeir eru byrjaðir að berast okkur. 

Mikil nýting í vetur

Sigfús B. Sigfússon, forstjóri bílaleigunnar Hertz, segist vera búinn að panta nær alla þá bíla frá bílaumboðunum sem hann þarf fyrir sumarið, 1.200-1.300 bíla. Hann segir að pantanir ferðamanna fyrir vorið og sumarið líti ótrúlega vel út eins og hann orðar það og segist sjaldan eða aldrei hafa séð jafn góðar bókanir. Ennfremur segir hann að mikil nýting hafi verið á flotanum í vetur. Heildarfloti Hertz verður 3.800-4.000 bílar í sumar.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK