Stundum vantar stuðning í orði og verki

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis. mbl.is/Golli

„Ég myndi gjarn­an vilja heyra meira frá þeim, svo framar­lega sem þeir geta tekið und­ir með okk­ur. Þá ekki bara í líf­eyr­is­sjóðum held­ur einnig í öðrum hlut­höf­um.“

Þetta seg­ir Árni Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Gild­is.

Launa­kjör for­stjóra skráðra fé­laga hér á landi hafa verið nokkuð í umræðunni en öll eiga þau sam­eig­in­legt að vera að nokkr­um eða stór­um hluta í eigu ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða eins og Árni hef­ur bent á.

En hvað tel­ur Árni eðli­legt að miða við að launa­kjör for­stjóra ís­lenskra stór­fyr­ir­tækja séu?

„Ég hef alltaf ótt­ast það að nefna tölu í því sam­bandi. Við hjá Gildi höf­um sem dæmi ekki sett okk­ur upp á móti því að laun hjá for­stjóra í stóru fyr­ir­tæki séu kannski uppá fjór­ar til fimm millj­ón­ir króna á mánuði eins og raun­in er í ein­hverj­um fyr­ir­tækj­um. Það er eitt­hvað sem er al­veg hægt að sætta sig við.

Ef viðkom­andi nær sér­stak­lega góðum ár­angri sem má rekja til ein­hvers sem hann hef­ur stuðlað að þá sjá­um við hjá Gildi í sjálfu sér ekk­ert að því að borga ein­hvers kon­ar kaupauka. Við höf­um verið að sjá til dæm­is þriggja mánaða laun auka­lega ef menn ná mjög góðum ár­angri. Það er alla vega eitt­hvað sem við höf­um ekki sett okk­ur upp á móti,“ seg­ir Árni.

Sérstaða alþjóðlegra stór­fyr­ir­tækja

Hann seg­ir aðspurður að sam­an­b­urður við launa­kjör for­stjóra er­lend­is eigi ekki endi­lega alltaf við.

„Við erum að horfa á Ísland og þurf­um ekki að taka allt upp frá út­lönd­um. Mér finnst allt of oft verið að vísa í sam­an­b­urð við út­lönd og laun hjá er­lend­um for­stjór­um og svo fram­veg­is og að við séum í ein­hverri sam­keppni við það. Ég held að það sé ein­fald­lega ekki rétt.

Við erum hins veg­ar með fé­lög á borð við Mar­el og Össur sem starfa á allt öðrum markaði. Við telj­um ekki óeðli­legt að í þeim fé­lög­um sé litið til ein­hvers sam­an­b­urðar við sam­bæri­leg fé­lög sem eru að starfa á sama alþjóðlega markaðnum.

Al­ís­lensk fé­lög geta að mínu mati ekki verið að vísa í eitt­hvað sem ger­ist í risa­stór­um fé­lög­um í allt öðrum lönd­um. Ég hef alla vega litið þannig á en við höf­um haft ákveðinn skiln­ing á sér­stöðu þeirra fyr­ir­tækja sem starfa á alþjóðleg­um mörkuðum.“

Gera ekki kröfu á að all­ir séu sam­mála

Gætu krosstengsl átt þátt í því að oft hafi gengið illa að ná fram breyt­ing­um í þá átt sem þið hafið talað fyr­ir? Nú eru stjórn­ar­menn þess­ara fé­laga oft hæ­stráðend­ur í öðrum fé­lög­um.

„Ég veit ekki al­veg hvort ég geti tekið und­ir það en auðvitað hef­ur hver og einn sjóður sína hlut­hafa­st­efnu og þær eru ekki all­ar eins og menn eru með mis­mun­andi áhersl­ur. Ég er ekki að segja að all­ir eigi að vera sam­mála okk­ur en ég veit hins veg­ar að í mörg­um til­vik­um eru marg­ir hlut­haf­ar og þar á meðal marg­ir líf­eyr­is­sjóðir sam­mála ýmsu sem við setj­um fram.

Ég veit að þess­ir aðilar greiða oft at­kvæði með okk­ar til­lög­um en mér finnst stund­um vanta stuðning í orði og verki þannig að það sé sýni­legt að þeir séu til dæm­is sam­mála til­lög­um varðandi starfs­kjara­stefn­ur og fleira.

Við höf­um oft fengið braut­ar­gengi með okk­ar mál­flutn­ing og okk­ar til­lög­um en það hef­ur líka oft gerst að okk­ar til­lög­ur ná ekki fram að ganga enda ger­um við okk­ur grein fyr­ir því að það eru ekki endi­lega all­ir alltaf sam­mála okk­ur og við erum ekki að gera kröfu til þess.

Við erum bara að halda á lofti okk­ar stefnu og hvernig við vilj­um sjá hlut­ina,“ seg­ir Árni Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Gild­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK