Sýndu á einni virtustu sýningu í Evrópu

Skjöldur, Gunni og Kormákur segja að vaðmálsfatnaðurinn sé endingargóður og …
Skjöldur, Gunni og Kormákur segja að vaðmálsfatnaðurinn sé endingargóður og geti gengið milli kynslóða. Árni Sæberg

Mik­ill áhugi er á ís­lensku vaðmáli (e. tweed) sem Herrafata­versl­un Kor­máks og Skjald­ar hóf fram­leiðslu á árið 2020. Þeir Skjöld­ur Sig­ur­jóns­son og Kor­mák­ur Geir­h­arðsson eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins og Gunni Hilm­ars yf­ir­hönnuður segj­ast ekki geta kvartað yfir viðtök­un­um. „Útlend­ing­ur­inn virðist vilja vaðmál,“ segja þeir.

Efnið var form­lega kynnt til sög­unn­ar á Hönn­un­ar­mars sum­arið 2020. Síðan þá hef­ur það ratað í marg­vís­leg­an klæðnað og fylgi­hluti, auk þess sem það nýt­ur vin­sælda hjá bólstr­ur­um. Þeir nota vaðmálið til að klæða göm­ul og ný hús­gögn.

Á dög­un­um sýndi versl­un­in í fyrsta skipti heild­stæða vöru­línu, þar á meðal vaðmáls­fatnað, á bás á einni virt­ustu herrafata­sýn­ingu í Evr­ópu, Pitti Uomo í Flórens á Ítal­íu. Í kjöl­farið var haldið á aðra sýn­ingu í Dan­mörku á Copen­hagen Fashi­on Week.

Meiri hress­leiki í lit­um

Skjöld­ur seg­ir að bás fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið öðru­vísi á sýn­ing­un­um og þá sér­stak­lega í Dan­mörku.

„Það er meiri hress­leiki í lit­um hjá okk­ur og það vakti at­hygli,“ seg­ir hann og bæt­ir við að viðtök­ur hafi verið afar góður á báðum stöðum.

„Nú eru pant­an­ir farn­ar að ber­ast. Við sjá­um að menn eru tína til eitt og annað úr lín­unni, oft svona bland í poka.“

Lestu ít­ar­lega um­fjöll­un í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK