Mikill áhugi er á íslensku vaðmáli (e. tweed) sem Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar hóf framleiðslu á árið 2020. Þeir Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson eigendur fyrirtækisins og Gunni Hilmars yfirhönnuður segjast ekki geta kvartað yfir viðtökunum. „Útlendingurinn virðist vilja vaðmál,“ segja þeir.
Efnið var formlega kynnt til sögunnar á Hönnunarmars sumarið 2020. Síðan þá hefur það ratað í margvíslegan klæðnað og fylgihluti, auk þess sem það nýtur vinsælda hjá bólstrurum. Þeir nota vaðmálið til að klæða gömul og ný húsgögn.
Á dögunum sýndi verslunin í fyrsta skipti heildstæða vörulínu, þar á meðal vaðmálsfatnað, á bás á einni virtustu herrafatasýningu í Evrópu, Pitti Uomo í Flórens á Ítalíu. Í kjölfarið var haldið á aðra sýningu í Danmörku á Copenhagen Fashion Week.
Skjöldur segir að bás fyrirtækisins hafi verið öðruvísi á sýningunum og þá sérstaklega í Danmörku.
„Það er meiri hressleiki í litum hjá okkur og það vakti athygli,“ segir hann og bætir við að viðtökur hafi verið afar góður á báðum stöðum.
„Nú eru pantanir farnar að berast. Við sjáum að menn eru tína til eitt og annað úr línunni, oft svona bland í poka.“
Lestu ítarlega umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.