Vill hjálpa fólki að efla þarmaflóruna

Birna G. Ásbjörnsdóttir hjá Jörth.
Birna G. Ásbjörnsdóttir hjá Jörth. Ljósmynd/Aðsend

Stofnað hef­ur verið nýtt fyr­ir­tæki, Jörth, sem hjálp­ar fólki að efla þarma­flór­una. Stofn­end­ur eru hjón­in Birna G. Ásbjörns­dótt­ir, sem nú er að ljúka doktors­námi í heil­brigðis­vís­ind­um við Há­skóla Íslands, og Guðmund­ur Ármann, um­hverf­is og rekstr­ar­fræðing­ur.

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að Jörth bygg­ist á ís­lensku hug­viti, vís­inda­starfi, rann­sókn­um og nýt­ingu nátt­úru­legs hrá­efn­is. Mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins sé að hjálpa fólki að efla þarma­flór­una, enda sé heil­brigð flóra ein af meg­in­for­send­un­um fyr­ir betri líðan, bæði lík­am­legri og and­legri.

Abdom 1.0 er fyrsta var­an sem Jörth set­ur á markað. „Með til­komu Abdom 1.0 er í fyrsta skipti að koma á markað vara unn­in úr ís­lenskri brodd­mjólk. Var­an er fæðubót­ar­efni sem inni­held­ur sýrða brodd­mjólk og sér­hannaða blöndu mikró­hjúpaðra góðgerla. Þessi fyrsta vara Jörth bygg­ist á rann­sókn­um, bæði á hrá­efni og vöru, og trygg­ir þannig bestu mögu­legu gæði og virkni,” seg­ir Birna í til­kynn­ing­unni.

Fjallað var nán­ar um Jörth í Morg­un­blaðinu þriðju­dag­inn 7. mars.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK