Vill hjálpa fólki að efla þarmaflóruna

Birna G. Ásbjörnsdóttir hjá Jörth.
Birna G. Ásbjörnsdóttir hjá Jörth. Ljósmynd/Aðsend

Stofnað hefur verið nýtt fyrirtæki, Jörth, sem hjálpar fólki að efla þarmaflóruna. Stofnendur eru hjónin Birna G. Ásbjörnsdóttir, sem nú er að ljúka doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands, og Guðmundur Ármann, umhverfis og rekstrarfræðingur.

Í fréttatilkynningu segir að Jörth byggist á íslensku hugviti, vísindastarfi, rannsóknum og nýtingu náttúrulegs hráefnis. Markmið fyrirtækisins sé að hjálpa fólki að efla þarmaflóruna, enda sé heilbrigð flóra ein af meginforsendunum fyrir betri líðan, bæði líkamlegri og andlegri.

Abdom 1.0 er fyrsta varan sem Jörth setur á markað. „Með tilkomu Abdom 1.0 er í fyrsta skipti að koma á markað vara unnin úr íslenskri broddmjólk. Varan er fæðubótarefni sem inniheldur sýrða broddmjólk og sérhannaða blöndu mikróhjúpaðra góðgerla. Þessi fyrsta vara Jörth byggist á rannsóknum, bæði á hráefni og vöru, og tryggir þannig bestu mögulegu gæði og virkni,” segir Birna í tilkynningunni.

Fjallað var nánar um Jörth í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK