Elísabet Austmann ráðin til Haga

Elísabet Austmann
Elísabet Austmann Ljósmynd/Aðsend

Elísa­bet Aust­mann hef­ur verið ráðin for­stöðumaður ný­sköp­un­ar- og markaðsmá­la hjá Hög­um. Í til­kynn­ingu frá Hög­um kem­ur fram að til viðbót­ar við störf tengd­um ný­sköp­un­ar- og markaðsmá­l­um muni Elísa­bet einnig bera ábyrgð á vörumerkja- og sam­skipta­mál­um Haga á breiðum grunni. 

Hún mun hefja störf fyr­ir Haga í apríl næst­kom­andi. 

Elísa­bet er alþjóðamarkaðsfræðing­ur með MBA gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún starfaði áður sem fram­kvæmda­stjóri markaðssviðs hjá Bi­oef­fect þar sem hún leiddi m.a. markaðs- og vörumerkja­upp­bygg­ingu á húðvöru­línu fyr­ir­tæk­is­ins á inn­lend­um og er­lend­um mörkuðum. Þar áður starfaði Elísa­bet hjá Glitni og Ölgerðinni.

„Það er feng­ur af því að fá Elísa­betu til liðs við okk­ur hjá Hög­um. Víðtæk reynsla henn­ar á sviði vörumerkja-, markaðs- og kynn­ing­ar­mála mun nýt­ast okk­ur til að efla sam­tal við viðskipta­vini og aðra hagaðila og stuðla að því að þjón­ustu­fram­boð fé­laga sam­stæðunn­ar upp­fylli þarf­ir neyt­enda á hverj­um tíma sem best. Við bjóðum hana sér­stak­lega vel­komna í teymið,“ er haft eft­ir Finni Odds­syni, for­stjóra Haga, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK