Grettir Gautason hefur verið ráðinn til samskipta- og ráðgjafastofunnar Spor og mun hann veita viðskiptavinum stofunnar ráðgjöf í almannatengslum og samskiptum ásamt því að hafa umsjón með greiningar- og skýrsluvinnu fyrirtækisins.
Grettir starfaði áður sem samskiptaráðgjafi hjá Aton.JL og sem almannatengill hjá Hér og Nú. Hann hefur einnig starfað sem staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia og sem verkefnastjóri hjá Kjarnanum, að því er kemur fram í tilkynningu.
Hann lauk BA gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, auk þess sem hann lærði almannatengsl og samskipti á mastersstigi í Universidade Fernando Pessoa í Portúgal.
„Grettir hefur víðtæka þekkingu á samskiptaráðgjöf, fjölmiðlun og greiningum og ráðning hans er liður í að styrkja enn frekar þá þjónustu sem við bjóðum upp á. Þá hefur Grettir einnig mikla reynslu af greiningum og skýrslugerð, og með komu hans setjum við aukið púður í slíka vinnu fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Grétar Theodórsson, framkvæmdastjóri Spor, í tilkynningunni .