Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Kosningaþátttaka var 76,26%.
Kosið var um fjögur almenn stjórnarsæti til næstu tveggja ára. Sjö framboð bárust til almennra stjórnarsæta, að því er kemur fram í tilkynningu.
Þau sem hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn eru:
Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:
Uppfært: Í upphaflegri tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins kom fram að Vignir Bjarnason hjá Elkem á Íslandi hefði verið meðal þeirra sem hefðu hlotið flest atkvæði og myndu setjast í stjórnina. Síðar var send leiðrétting þar sem fram kom að Magnús Hilmar hefði verið kosinn í stjórnina en ekki Vignir.