Vilja „græna iðnbyltingu“

Samtök iðnaðarins héldu upp á Iðnaðarþing 2023 í dag.
Samtök iðnaðarins héldu upp á Iðnaðarþing 2023 í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sam­tök iðnaðar­ins kalla eft­ir svo­kallaðri „grænni iðnbylt­ingu“ og skora á stjórn­völd til að ryðja bet­ur veg fyr­ir fram­kvæmd­ir í þágu orku­skipta. Þetta kem­ur fram í álykt­un Iðnþings 2023 sem var samþykkt á aðal­fundi SI í morg­un.

Þar seg­ir að stærstu vaxt­ar­tæki­fær­in liggi í iðnaði, þar sem hann skapi um 44% út­flutn­ingstekna á land­inu. Iðnþing tel­ur að hag­vöxt­ur gæti orðið enn meiri en spár gefa í skyn ef rétt er að mál­um staðið hvað iðnað varðar.

Í álykt­un­inni er sagt að end­ur­skoða þurfi aðgerðir í lofts­lags­mál­um og for­gangsraða rík­is­fjár­magni í styrki og hvata til orku­skipta og inn­leiðing­ar á nýrri tækni svo að hægt sé að ná mark­miðum stjórn­valda og draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Sam­tök­in segja að skort­ur á raf­orku hafi þegar leitt til tapaðra tæki­færa í iðnaði og at­vinnu­upp­bygg­ingu um land allt á síðustu árum.

„Rjúfa þarf ára­langa kyrr­stöðu í orku­öfl­un til að mæta raf­orkuþörf vegna orku­skipta á Íslandi og nýrra tæki­færa í iðnaði.“

Þar að auki kalla sam­tök­in eft­ir auknu sam­starfi við stjórn­völd og skóla­sam­fé­lagið um að vinna að því að fleiri út­skrif­ist úr svo­nefnd­um STEM-grein­um. Einnig er skorað á stjórn­völd um að auka fram­lag til þess­ara greina. SI vilja auk þess að göt­ur er­lenda sér­fræðinga til ís­lands séu greidd­ar.

Að auki fagna sam­tök­in yf­ir­lýs­ingu innviðarráðherra um upp­bygg­ingu 35 þúsund húsa í Reykja­vík­ur­borg á næsta ára­tug en hvetja önn­ur bæj­ar­fé­lög til að taka sér svipuð verk­efni fyr­ir hend­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK