Ekki sjálfgefið að reka flugfélag á Íslandi

Bogi Nílsson, forstjóri Icelandair.
Bogi Nílsson, forstjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Tekj­ur Icelanda­ir ríf­lega tvö­földuðust á milli ára.

Á þessu ári munu verða tæp­lega 3.700 stöðugildi hjá fé­lag­inu að meðaltali fyr­ir árið, en yfir há­anna­tím­ann munu um 5.000 starfs­menn starfa hjá fé­lag­inu. 

Lögð hef­ur verið áhersla á aukna nýt­ingu á Saga Class far­rým­inu, og á þessu ári er horft á stærstu flugáætl­un í sögu Icelanda­ir.

Þetta kom fram á aðal­fundi flug­fé­lags­ins, sem hald­inn var í gær.

Sterkt vörumerki miðað við stærð fé­lags­ins

Í ræðu Boga Nils Boga­son­ar, for­stjóra Icelanda­ir á fund­in­um, kom fram að árið 2022 hefði verið mikið umbreyt­inga­ár í rekstri fé­lags­ins. 

„Að reka ís­lenskt flug­fé­lag með höfuðstöðvar á Íslandi er þó ekki sjálf­gefið. Þrátt fyr­ir að við hjá Icelanda­ir séum stans­laust að huga að kostnaði og hvernig er hægt að lág­marka hann, þá ger­um við okk­ur fulla grein fyr­ir því að flug­fé­lag á Íslandi get­ur aldrei verið leiðandi á alþjóðleg­um mörkuðum hvað varðar kostnað.

Til þess erum við allt of lít­il og búum við rekstr­ar­um­hverfi sem ein­kenn­ist af háum kostnaði. Við verðum því að vinna leik­inn á tekju­hliðinni og þar höf­um við byggt upp mjög sterka innviði og sér­stöðu á síðustu ára­tug­um sem eru svo sann­ar­lega að skila sér núna.“

Bogi nefnd­ir nokk­ur dæmi um hvernig fé­lagið hef­ur byggt um sterka innviði og sér­stöðu á síðustu ára­tug­um. Meðal ann­ars að fé­lagið byggði yfir réttu vör­unni sem hentaði um­hverf­inu sem fé­lagið starfaði í. Að mik­il áhersla væri lögð á góða þjón­ustu og ánægju viðskipta­vina og að vörumerki Icelanda­ir væri ótrú­lega sterkt miðað við stærð fé­lags­ins og Íslands.

Stærsta hags­muna­mál Íslands

Guðmund­ur Haf­steins­son, stjórn­ar­formaður Icelanda­ir, sagði í ræðu sinni að góð rekstr­ar­skil­yrði væru for­senda fyr­ir sjálf­bærri framtíð og til að verja mik­il­væg­an ávinn­ing af flugi og ferðaþjón­ustu. Huga þurfi að rekstr­ar­um­hverf­inu bæði hér­lend­is og alþjóðlega.

Þá nefndi Guðmund­ur fyr­ir­hugaða lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins sem tek­ur meðal ann­ars til los­un­ar­skatts á flug­ferðir og kröfu um íblönd­un flug­véla­eldsneyt­is. Sagði hann að þessi lög­gjöf hefði í för með sér auk­inn kostnað sem myndi leggj­ast þyngra á ís­lands um­fram önn­ur lönd. Kæmi það til með að skerða sam­keppn­is­stöðu ís­lenskra flug­fé­laga gagn­vart er­lendri sam­keppni­veru­lega, sem og stöðu Íslands sem tengimiðstöðvar í flugi. Flug til, frá og um Ísland myndi því ein­fald­lega fær­ast annað, þar sem kostnaður yrði ekki jafn íþyngj­andi.

„Nái þetta fram að ganga yrðu áhrif­in gríðarleg, ekki ein­ung­is fyr­ir Icelanda­ir og ís­lenska ferðaþjón­ustu, held­ur allt ís­lenskt at­vinnu­líf – fiskút­flutn­ing og önn­ur viðskipti – sem og lífs­gæði al­menn­ings hér á landi.“

Guðmund­ur sagði að einnig þyrfti að huga að rekstr­ar­um­hverf­inu hér heima. Að ekki mætti setja á sér­ís­lenska skatta og gjöld á flug.

„Þvert á móti þá köll­um við eft­ir að stað auk­inna skatta og gjalda verði frek­ar sett­ir fram hvat­ar og stuðning­ur stjórn­valda við sjálf­bæra þróun í flugi. Það er það sem mun hraða þróun nýrr­ar tækni og þar með orku­skipt­um og á sama tíma styrkja sam­keppn­is­hæfni Íslands. Því það er sterk sam­keppn­is­staða Íslands sem áfangastaðar og sem tengimiðstöðvar í flugi sem skil­ar mest­um ávinn­ingi fyr­ir land og þjóð og ger­ir fjöl­mörg­um fyr­ir­tækj­um eins og Icelanda­ir kleift að halda merkj­um Íslands á lofti út um all­an heim, hér eft­ir sem hingað til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK