Fyrsta tapárið í 14 ár

Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar.
Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar. Ljósmynd/Aðsend

Trygg­ing­ar­fé­lagið Vörður tapaði 737 millj­ón­um á síðasta ári, en árið á und­an var hagnaður upp á 2,5 millj­arða. Fé­lagið seg­ir af­kom­una aðallega skýr­ast af óhag­stæðum aðstæðum á verðbréfa­markaði sem olli lækk­un á öll­um helstu eigna­flokk­um og þar með 3 millj­arða nei­kvæðum viðsnún­ingi á fjár­eigna­tekj­um frá ár­inu und­an. Þá seg­ir einnig að árið hafi verið markað af óvenju miklu tjóni.

Sam­kvæmt af­komu­til­kynn­ingu frá fé­lag­inu var af­koma fjár­eigna­tekna, en þar falla m.a. verðbréf und­ir, nei­kvæð um 707 millj­ón­ir. Til sam­an­b­urðar var af­koma þessa liðar já­kvæð um 2,3 millj­arða í fyrra.

Tjón juk­ust um­fram iðgjöld

Iðgjöld fé­lags­ins hækkuðu um 11% á milli ára og voru 15,2 millj­arðar sam­an­borið við 13,7 millj­arða árið áður.

Tjón árs­ins námu juk­ust hins veg­ar hlut­falls­lega meira, eða um 26% og voru 12 millj­arðar sam­an­borið við 9,6 millj­arða árið áður. Rekstr­ar­kostnaður stóð svo gott sem í stað og nam rúm­lega 3 millj­örðum. Kostnaðar­hlut­fallið lækkaði hins veg­ar úr 20,7% niður í 18,8% milli ára.

Tjóna­hlut­fall fé­lags­ins var 79% á ár­inu og hækkaði úr 69,8% milli ára. Eign­ir fé­lags­ins um ára­mót­in námu sam­tals 33,2 millj­örðum og hækkuðu um 2%.

Al­menn starf­semi gekk vel en niðurstaðan von­brigði

Í af­komu­til­kynn­ing­unni er haft eft­ir Guðmundi Jó­hann Jóns­syni, for­stjóra Varðar, að al­menn starf­semi hafi gengið vel en að rekstr­arniðurstaðan sé von­brigði. „Nei­kvæð af­koma af fjár­mála­starf­semi fé­lags­ins skýr­ir að lang­mestu leyti þá staðreynd að tap varð á rekstri Varðar í fyrsta skipti frá ár­inu 2008. Þá jókst tjóna­kostnaður um 26% sem er óvana­leg hækk­un milli ára. Af­koma síðasta árs er því lituð af ytri aðstæðum sem erfitt var að sjá fyr­ir. Þrátt fyr­ir tíma­bund­inn mót­byr er framtíðin björt.”

Þá tel­ur Guðmund­ur framtíð fé­lags­ins bjart­ar þátt fyr­ir mót­byr­inn. „Viðskipta­vin­um fjölg­ar ár frá ári og framund­an eru ótal tæki­færi til að láta fé­lagið vaxa og dafna. Með traust­an bak­hjarl eins og Ari­on banka, sem er til­bú­inn að styðja við fé­lagið og efla, eru spenn­andi tím­ar framund­an,” er haft eft­ir hon­um.

Sam­keppn­isaðilarn­ir réttu meg­in við núllið

Í síðasta mánuði skiluðu helstu sam­keppn­isaðilar Varðar upp­gjöri sínu fyr­ir síðasta ár. VÍS hagnaðist um 940 millj­ón­ir miðað við 7.684 millj­ón­ir árið á und­an. Sjóvá skilaði einnig hagnaði og var hann 2,7 millj­arðar. Var ávöxt­un fjár­fest­ing­ar­eigna fé­lags­ins 3,5%. TM er nú hluti af sam­stæðu Kviku banka, en í upp­gjörstil­kynn­ingu kom fram að fjár­fest­inga­tekj­ur fé­lags­ins hafi numið 426 millj­ón­um á ár­inu og ávöxt­un­in verið 1,2%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK