„Kemur ekkert rosalega á óvart“

Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital.
Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital. mbl/Arnþór Birkisson

Ólík­legt er að gjaldþrot Silicon Valley bank komi til með að valda keðju­verk­andi áhrif­um á aðra banka. Bank­inn hafi að mestu lánað til sprota­fyr­ir­tækja sem og bundið trúss sitt við raf­mynt­ir. Áhrif­in á Íslandi verða að lík­ind­um hverf­andi og lít­il á alþjóðamarkaði.

Er þetta mat Snorra Jak­obs­son­ar, eig­anda grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Jak­obs­son capital, spurður um áhrif gjaldþrots­ins. 

„Þetta kem­ur kannski ekk­ert rosa­lega á óvart í ljósi þess að vext­ir hafa hækkað mjög mikið. Það dreg­ur mjög úr pen­inga­magni í um­ferð sem aft­ur bitn­ar á raf­mynt­um og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um sem þurfa hvað mest á fjár­magn­inu að halda,“ seg­ir Snorri.

Lögregla við Silicon Valley bank eftir að bankinn var lýstur …
Lög­regla við Silicon Valley bank eft­ir að bank­inn var lýst­ur gjaldþrota. AFP

Hann seg­ir að Silicon Valley sé lít­ill banki og þekkt sé að sprota­fyr­ir­tæki séu viðkvæm í því um­hverfi þar sem pen­inga­magn minnk­ar í um­ferð. 

„Þetta um­hverfi hef­ur lang­sam­lega mest áhrif á fyr­ir­tæki sem vant­ar fjár­magn. Ung fyr­ir­tæki sem hafa séð fram á að skila fjár­magni eft­ir kannski 3-5 ár,“ seg­ir Snorri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK