„Kemur ekkert rosalega á óvart“

Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital.
Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital. mbl/Arnþór Birkisson

Ólíklegt er að gjaldþrot Silicon Valley bank komi til með að valda keðjuverkandi áhrifum á aðra banka. Bankinn hafi að mestu lánað til sprotafyrirtækja sem og bundið trúss sitt við rafmyntir. Áhrifin á Íslandi verða að líkindum hverfandi og lítil á alþjóðamarkaði.

Er þetta mat Snorra Jakobssonar, eiganda greiningarfyrirtækisins Jakobsson capital, spurður um áhrif gjaldþrotsins. 

„Þetta kemur kannski ekkert rosalega á óvart í ljósi þess að vextir hafa hækkað mjög mikið. Það dregur mjög úr peningamagni í umferð sem aftur bitnar á rafmyntum og nýsköpunarfyrirtækjum sem þurfa hvað mest á fjármagninu að halda,“ segir Snorri.

Lögregla við Silicon Valley bank eftir að bankinn var lýstur …
Lögregla við Silicon Valley bank eftir að bankinn var lýstur gjaldþrota. AFP

Hann segir að Silicon Valley sé lítill banki og þekkt sé að sprotafyrirtæki séu viðkvæm í því umhverfi þar sem peningamagn minnkar í umferð. 

„Þetta umhverfi hefur langsamlega mest áhrif á fyrirtæki sem vantar fjármagn. Ung fyrirtæki sem hafa séð fram á að skila fjármagni eftir kannski 3-5 ár,“ segir Snorri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka