Stærsta gjaldþrot banka frá hruni

Viðskiptavinur SVB fyrir utan bankann í dag.
Viðskiptavinur SVB fyrir utan bankann í dag. AFP/Justin Sullivan

Eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum hafa lagt hald á eignir Silicon Valley Bank (SVB), en þetta er stærsta gjaldþrot banka þar í landi frá hruninu árinu 2008.

SVB sérhæfði sig í að fjármagna sprotafyrirtæki og átti 16. mestu eignir banka í Bandaríkjunum.

Örlög SVB hafa valdið auknum áhyggjum um að fleiri bankar muni verða fyrir sömu örlögum sökum hárrar verðbólgu og hækkunar stýrivaxta.

Degi eftir að í ljós koma að SVB væri í fjárhagslegum vandræðum töpuðu fjórir stærstu bankar í Bandaríkjunum samanlagt 52 milljörðum bandaríkjadala eða því sem nemur 7.345 milljörðum íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK