Stærsta gjaldþrot banka frá hruni

Viðskiptavinur SVB fyrir utan bankann í dag.
Viðskiptavinur SVB fyrir utan bankann í dag. AFP/Justin Sullivan

Eft­ir­litsaðilar í Banda­ríkj­un­um hafa lagt hald á eign­ir Silicon Valley Bank (SVB), en þetta er stærsta gjaldþrot banka þar í landi frá hrun­inu ár­inu 2008.

SVB sér­hæfði sig í að fjár­magna sprota­fyr­ir­tæki og átti 16. mestu eign­ir banka í Banda­ríkj­un­um.

Örlög SVB hafa valdið aukn­um áhyggj­um um að fleiri bank­ar muni verða fyr­ir sömu ör­lög­um sök­um hárr­ar verðbólgu og hækk­un­ar stýri­vaxta.

Degi eft­ir að í ljós koma að SVB væri í fjár­hags­leg­um vand­ræðum töpuðu fjór­ir stærstu bank­ar í Banda­ríkj­un­um sam­an­lagt 52 millj­örðum banda­ríkja­dala eða því sem nem­ur 7.345 millj­örðum ís­lenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK