Hefur ekki áhrif á Kerecis

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, á skrifstofu fyrirtækisins …
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, á skrifstofu fyrirtækisins í Washington. Ljósmynd/Kerecis

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, segir fall Silicon Valley Bank ekki hafa áhrif á rekstur félagsins. Silicon Valley Bank var viðskiptabanki Kerecis en fall bankans hefur haft víðtæk áhrif í Bandaríkjunum og víðar um heim.

Langstærstur hluti umsvifa Kercis er í Bandaríkjunum og var fyrir nokkru greint frá lánalínu fyrirtækisins hjá bankanum, sem var, að sögn Guðmundar Fetrams, 30 milljónir dala eða um 4,3 milljarðar króna á núverandi gengi. Lánalínan hafi verið ónýtt við fall bankans.

Skiptu til Wells Fargo Bank

„Við höfum notað Silicon Valley Bank fyrir okkar daglegu viðskipti í Bandaríkjunum. Við skiptum á föstudaginn yfir til Wells Fargo Bank sem okkar megin-viðskiptabanka. 

Við vorum ekki með neinn pening í geymslu hjá þeim og gjaldþrotið mun ekki hafa áhrif á fjárhag Kerecis sem neinu nemur,“ segir Guðmundur Fertram.

Það verður hinsvegar mikill missir af Silicon Valley Bank þar sem þeir hafa einir einblínt á hátæknifyrirtæki á fyrstu stigum. Fall bankans gæti því haft neikvæð áhrif á nýsköpun í Bandaríkjunum,“ segir Guðmundur Fertram.

Yfir 30% samdráttur

Silicon Valley Bank var umsvifamikill í útlánum til nýsköpunarfyrirtækja í Bandaríkjunum.

Fram kom í fréttaskýringu New York Times að verulega hafi dregi úr fjárstreymi til nýsköpunarfyrirtækja í Bandaríkjunum. Þegar vextir voru lágir hafi mikið fjármagn beinst í nýsköpun en í kjölfar vaxtahækkana og niðursveiflu að undanförnu hafi mörg ung tæknifyrirtæki þurft að segja upp fólki og jafnvel grípa til hópuppsagna. Þá hafi fjárfesting til nýsköpunarfyrirtækja í Bandaríkjunum minnkað um 31% í fyrra, frá fyrra ári, í 238 milljarða dala. 

Þegar yfirvöld tóku yfir bankann í gær hafi verið innstæður í bankanum að fjárhæð 175 milljörðum dala og innstæður verið tryggðar að 250 þúsund dölum.

Meðal viðskiptavina sem séu í óvissu sé streymisveitan Roku sem hafi verið með 487 milljónir dala í lausafé hjá bankanum.

Lögregla við Silicon Valley bank eftir að bankinn var lýstur …
Lögregla við Silicon Valley bank eftir að bankinn var lýstur gjaldþrota. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK