Hefur ekki áhrif á Kerecis

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, á skrifstofu fyrirtækisins …
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, á skrifstofu fyrirtækisins í Washington. Ljósmynd/Kerecis

Guðmund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Kerec­is, seg­ir fall Silicon Valley Bank ekki hafa áhrif á rekst­ur fé­lags­ins. Silicon Valley Bank var viðskipta­banki Kerec­is en fall bank­ans hef­ur haft víðtæk áhrif í Banda­ríkj­un­um og víðar um heim.

Lang­stærst­ur hluti um­svifa Kerc­is er í Banda­ríkj­un­um og var fyr­ir nokkru greint frá lánalínu fyr­ir­tæk­is­ins hjá bank­an­um, sem var, að sögn Guðmund­ar Fetrams, 30 millj­ón­ir dala eða um 4,3 millj­arðar króna á nú­ver­andi gengi. Lánalín­an hafi verið ónýtt við fall bank­ans.

Skiptu til Wells Fargo Bank

„Við höf­um notað Silicon Valley Bank fyr­ir okk­ar dag­legu viðskipti í Banda­ríkj­un­um. Við skipt­um á föstu­dag­inn yfir til Wells Fargo Bank sem okk­ar meg­in-viðskipta­banka. 

Við vor­um ekki með neinn pen­ing í geymslu hjá þeim og gjaldþrotið mun ekki hafa áhrif á fjár­hag Kerec­is sem neinu nem­ur,“ seg­ir Guðmund­ur Fer­tram.

Það verður hins­veg­ar mik­ill miss­ir af Silicon Valley Bank þar sem þeir hafa ein­ir ein­blínt á há­tæknifyr­ir­tæki á fyrstu stig­um. Fall bank­ans gæti því haft nei­kvæð áhrif á ný­sköp­un í Banda­ríkj­un­um,“ seg­ir Guðmund­ur Fer­tram.

Yfir 30% sam­drátt­ur

Silicon Valley Bank var um­svifa­mik­ill í út­lán­um til ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­un­um.

Fram kom í frétta­skýr­ingu New York Times að veru­lega hafi dregi úr fjár­streymi til ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­un­um. Þegar vext­ir voru lág­ir hafi mikið fjár­magn beinst í ný­sköp­un en í kjöl­far vaxta­hækk­ana og niður­sveiflu að und­an­förnu hafi mörg ung tæknifyr­ir­tæki þurft að segja upp fólki og jafn­vel grípa til hópupp­sagna. Þá hafi fjár­fest­ing til ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­un­um minnkað um 31% í fyrra, frá fyrra ári, í 238 millj­arða dala. 

Þegar yf­ir­völd tóku yfir bank­ann í gær hafi verið inn­stæður í bank­an­um að fjár­hæð 175 millj­örðum dala og inn­stæður verið tryggðar að 250 þúsund döl­um.

Meðal viðskipta­vina sem séu í óvissu sé streym­isveit­an Roku sem hafi verið með 487 millj­ón­ir dala í lausa­fé hjá bank­an­um.

Lögregla við Silicon Valley bank eftir að bankinn var lýstur …
Lög­regla við Silicon Valley bank eft­ir að bank­inn var lýst­ur gjaldþrota. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK