Hópur eigenda skrifstofuhúsnæðis í Kringlunni hefur stefnt Rekstrarfélagi Kringlunnar. Telja þeir að þeim sé óskylt að taka þátt í sameiginlegum markaðskostnaði, en samþykktir félagsins gera ráð fyrir því að allir eigendur taki þátt í þeim kostnaði.
Málið verður tekið til meðferðar í héraðsdómi í maí.
Markaðskostnaður Kringlunnar hefur á undanförnum árum verið á bilinu 100-140 milljónir króna á ári hverju. Fer sá kostnaður í auglýsingar og markaðsefni, til dæmis til auglýsinga á afsláttardögum í formi Kringlukasts, kynningu á veitingarýminu Kúmen, sem og kostnað við sölu á gjafabréfum í Kringlunni.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.