Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir og Jóhannes Karl Kárason hafa tekið við stjórnunarstöðum hjá Terra umhverfisþjónustu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Terra.
Valgerður, sem er verkefnastjóri og markþjálfi að mennt, tekur við sem forstöðumaður viðskiptadeildar og leiðir deild þjónustu- og viðskiptastjóra en áður starfaði hún hjá A4 í 17 ár og hefur reynslu af sölustýringu.
Jóhannes Karl er með BSc í virkiskeðju stjórnun en hann hefur verið ráðinn sem forstöðumaður akstursþjónustu og leiðir hann daglegan rekstur og skipulag akstursþjónustu félagsins. Hann starfaði áður sem flotastjóri hjá Samskipum og þar áður sem framleiðslustjóri hjá Kerecis á Ísafirði.
„Það er nóg framundan hjá Terra umhverfisþjónustu og það er mikill fengur að fá þessa stjórnendur með sína víðfemu reynslu til að taka þátt í,“ er haft eftir Guðmundi Páli Gíslasyni, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Terra, í tilkynningunni.