Vilhjálmur nýr forstöðumaður hjá Vodafone

Vilhjálmur Theodór Jónsson
Vilhjálmur Theodór Jónsson Ljósmynd/Aðsend

Vilhjálmur Theodór Jónsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður sölu hjá Vodafone. Mun hann sjá um að leiða söluleiðir á fjarskiptum og sjónvarpsáskriftum til einstaklinga og smærri fyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu.

Vilhjálmur Theodór er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað lengi í fjarskiptum og verið deildarstjóri hjá Vodafone við sölu og þjónustu til fyrirtækja á fjarskiptalausnum. Nú tekur hann við sviði þar sem sala til einstaklinga og smærri fyrirtækja verður lykiláherslan. 

„Við erum einstaklega ánægð að fá jafn öflugan aðila og Vilhjálm Theodór til þess að leiða söluteymi Vodafone. Við erum sífellt að leita leiða til þess að skapa aukið virði fyrir okkar viðskiptavini bæði einstaklinga og fyrirtækja. Að fá Vilhjálm Theodór til þess að leiða söluteymi Vodafone til einstaklinga og smærri fyrirtækja styrkir okkur í þeirri sóknarvegferð,“ er haft eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra sölu-, þjónustu-og markaðsmála Vodafone.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK