Eimskip undirbýr nýsmíði skipa

Larus Karl Ingason

Form­legr­ar ákvörðunar um ný­smíði Eim­skips er að vænta inn­an skamms.

Þetta sagði Óskar Magnús­son, stjórn­ar­formaður Eim­skips, í ræðu sinni á aðal­fundi fé­lags­ins sem fram fór á fimmtu­dag. Þar sagði hann að ráðist hefði verið í hagræðing­ar á flest­um sviðum Eim­skips frá ár­inu 2018, meðal ann­ars með mark­vissri inn­leiðingu á tækni­lausn­um, með land­teng­ing­um í Sunda­höfn, í starfs­manna­haldi, sigl­inga­kerfi, vöru­hús­um og öðrum tækni­búnaði. Fram kom á fund­in­um að þess­ar aðgerðir hefðu skilað sér í betri rekstri fé­lags­ins.

Óskar Magnússon, stjórnarformaður Eimskips.
Óskar Magnús­son, stjórn­ar­formaður Eim­skips. Golli / Kjart­an Þor­björns­son

Í því sam­hengi sagði Óskar jafn­framt að skipa­stóll Eim­skips væri í stöðugri end­ur­nýj­un. Hann rifjaði upp að tvö stærstu skip í flota fé­lags­ins, Brú­ar­foss og Detti­foss, væru ný­leg en nú þyrfti að huga að fram­haldi því smíði skipa tæki að jafnaði tvö til þrjú ár frá því að ákvörðun er tek­in.

Óskar vill í sam­tali við Morg­un­blaðið ekki gefa nán­ar upp hvenær slíkr­ar til­kynn­ing­ar er að vænta, en seg­ir að það liggi fyr­ir að huga þurfi að nýj­um skip­um í flot­ann.

„Við erum um þess­ar mund­ir að vinna að mál­inu með sér­fræðing­um inn­an fé­lags­ins og ut­anaðkom­andi ráðgjöf­um,“ seg­ir Óskar.

„Það er margt sem þarf að huga að, svo sem stærð skip­anna og hent­ug­leika þeirra til að sigla í því leiðakerfi sem fé­lagið hef­ur eða hyggst koma sér upp. Þá erum við einnig að horfa til annarra þátta sem eru ekki síður mik­il­væg­ir, til dæm­is um­hverf­isþátta.“

Í dag eru 15 flutn­inga­skip í flota fé­lags­ins en aðspurður seg­ir Óskar að ný skip muni koma til með að leysa eldri skip af hólmi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK