Séreignarsparnaðurinn aftur framlengdur

Séreignarsparnaðurinn hefur verið framlengdur.
Séreignarsparnaðurinn hefur verið framlengdur. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur lagt fram frum­varp þess efn­is að fram­lengja tvö sér­eign­ar­sparnaðarúr­ræði, sem að öllu óbreyttu hefðu fallið úr gildi þann 30. júní næst­kom­andi.

Stjórn­völd munu fram­lengja heim­ild ein­stak­linga til skat­trjálsr­ar ráðstöf­un­ar á viðbót­ariðgjaldi til sér­eign­ar­sparnaðar, sem lagður er inn á höfuðstól lána sem tryggð eru með veði í íbúðar­hús­næði. Þetta kem­ur fram í frum­varp­inu sem nú ligg­ur í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Enn hægt að nýta sparnað í fyrstu kaup

Er lagt til að heim­ild­in muni gilda til og með 31. des­em­ber 2024. Þá er jafn­framt lagt til að heim­ild til skatt­frjálsr­ar út­tekt­ar á upp­söfuðu viðbót­ariðgjaldi vegna kaupa á íbúðar­hús­næði verði fram­lengd til og með 31. des­em­ber 2024.

Til viðbót­ar við þau úrræði sem frum­varpið mun ná til er einnig enn hægt að nýta viðbót­ariðgjald til sér­eign­ar­sparnaðar skatt­frjálst til fyrstu kaupa á íbúðar­hús­næði sam­kvæmt lög­um nr. 111/​2016, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK