Anna verður framkvæmdastjóri Marel í N-Ameríku

Anna Kristín Pálsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Marel í Norður-Ameríku.
Anna Kristín Pálsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Marel í Norður-Ameríku. Ljósmynd/Marel

Anna Krist­ín Páls­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ný­sköp­un­ar og þró­un­ar hjá Mar­el, verður fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í Norður-Am­er­íku. Mun hún gegna báðum stöðum sam­hliða. 

Hún gekk til liðs við fram­kvæmd­ar­stjórn Mar­els þegar hún tók stöðu fram­kvæmda­stjóra ný­sköp­un­ar og þró­un­ar árið 2020 en hún hóf störf hjá fyr­ir­tæk­inu árið 2015.

Anna Krist­ín út­skrifaðist með M.Sc. í Global Producti­on Eng­ineer­ing frá Tækni­há­skól­an­um í Berlín árið 2015. Hún er með B.Sc. gráðu í verk­fræðistjórn­un frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Mun hún bera ábyrgð á þróun vaxta­stefnu Mar­el í Norður-Am­er­íku í takt við stefnu fyr­ir­tæk­is­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Mar­el.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK