Árni og Þorvaldur nýir stjórnendur hjá Advania

Þorvaldur Jón Henningsson og Árni Jón Eggertsson.
Þorvaldur Jón Henningsson og Árni Jón Eggertsson. Ljósmynd/Aðsend

Árni Jón Eggerts­son og Þor­vald­ur Jón Henn­ings­son hafa tekið til starfa hjá rekstr­ar­lausn­um Advania.  

Í til­kynn­ingu seg­ir að Árni Jón sé nýr tækni- og þjón­ust­u­stjóri á rekstr­ar­lausna­sviði Advania og Þor­vald­ur sé deild­ar­stjóri sem leiði nú ein­ingu inn­an rekstr­ar­lausna sem fer meðal ann­ars fyr­ir vöruþróun, sjálf­virkni­væðingu, þjón­ustu­vökt­un og ferl­um.

Árni Jón er hag­fræðing­ur að mennt. Hann starfaði áður sem aðstoðarfram­kvæmda­stjóri skýja- og rekstr­ar­lausna Op­inna kerfa og þar á und­an sem fram­kvæmda­stjóri Reykja­vík DC gagna­vers­ins. Hann hef­ur einnig unnið hjá Skyggni, Skýrr og Íbúðalána­sjóði.  

Þor­vald­ur er með meist­ara­gráðu í stjórn­un og stefnu­mót­un frá Há­skóla Íslands, þar sem hann hef­ur jafn­framt verið stunda­kenn­ari und­an­far­in ár. Hann starfaði síðast sem for­stöðumaður netör­ygg­isþjón­ustu Deloitte í Belg­íu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK