Árni og Þorvaldur nýir stjórnendur hjá Advania

Þorvaldur Jón Henningsson og Árni Jón Eggertsson.
Þorvaldur Jón Henningsson og Árni Jón Eggertsson. Ljósmynd/Aðsend

Árni Jón Eggertsson og Þorvaldur Jón Henningsson hafa tekið til starfa hjá rekstrarlausnum Advania.  

Í tilkynningu segir að Árni Jón sé nýr tækni- og þjónustustjóri á rekstrarlausnasviði Advania og Þorvaldur sé deildarstjóri sem leiði nú einingu innan rekstrarlausna sem fer meðal annars fyrir vöruþróun, sjálfvirknivæðingu, þjónustuvöktun og ferlum.

Árni Jón er hagfræðingur að mennt. Hann starfaði áður sem aðstoðarframkvæmdastjóri skýja- og rekstrarlausna Opinna kerfa og þar á undan sem framkvæmdastjóri Reykjavík DC gagnaversins. Hann hefur einnig unnið hjá Skyggni, Skýrr og Íbúðalánasjóði.  

Þorvaldur er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands, þar sem hann hefur jafnframt verið stundakennari undanfarin ár. Hann starfaði síðast sem forstöðumaður netöryggisþjónustu Deloitte í Belgíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK