Eyrir Vöxtur fjárfestir fyrir 250 milljónir í Tulipop

Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir stofnuðu Tulipop árið 2010 og …
Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir stofnuðu Tulipop árið 2010 og hafa fylgt félaginu eftir. Árni Sæberg

Fjár­fest­ing­ar­sjóður­inn Eyr­ir Vöxt­ur hef­ur fjár­fest í ís­lenska frum­kvöðlafyr­ir­tæk­inu Tulipop. Eyr­ir Vöxt­ur keypti hlut í fé­lag­inu fyr­ir 250 millj­ón­ir króna í ný­legri hluta­fjáraukn­ingu. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. Þar seg­ir Stef­an­ía Guðrún Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Eyr­is Vaxt­ar, að sjóður­inn hafi fylgst með Tulipop byggja upp ein­stakt ís­lenskt hug­verk fyr­ir börn á heims­mæli­kv­arða, þar sem áhersla er lögð á gæði og já­kvæð skila­boð.

„Markaðstæki­færið fyr­ir slík hug­verk er gríðarlega stórt og hlökk­um við til að taka þátt í þeirri veg­ferð sem er framund­an við að koma Tulipop á markað alþjóðlega,“ seg­ir Stef­an­ía Guðrún.

Tulipop, sem var stofnað árið 2010, haslaði sér í upp­hafi völl með fram­leiðslu varn­ings þar sem Tulipop per­són­urn­ar eru í lyk­il­hlut­verki, en hef­ur síðastliðin ár lagt megin­á­herslu á að þróa og fram­leiða afþrey­ing­ar­efni sem bygg­ir á Tulipop heim­in­um. Stærsta verk­efni fé­lags­ins hef­ur verið fram­leiðsla teikni­myndaþátt­araðar­inn­ar Ævin­týri Tulipop, en stefnt er að fram­leiðslu á fjór­um þrett­án þátta þáttaröðum og vinna í dag um 100 manns að fram­leiðslu þátt­araðar­inn­ar, bæði á Íslandi og er­lend­is. Ævin­týri Tulipop er fyrsta ís­lenska teikni­myndaþáttaröðin sem fer í alþjóðlega dreif­ingu.

Sögupersónur Ævintýra Tulipop.
Sögu­per­són­ur Ævin­týra Tulipop.

Á Íslandi var fyrsta þátt­araröðin af Ævin­týri Tulipop frum­sýnd í Sjón­varpi Sím­ans Premium á síðasta ári en einnig er þáttaröðin kom­in í sýn­ing­ar hjá NRK í Nor­egi, YLE í Finn­landi og munu sýn­ing­ar hefjast í fjölda annarra landa á kom­andi vik­um. Ævin­týri Tulipop fengu ný­verið til­nefn­ingu til Eddu­verðlaun­anna, í flokkn­um besta barna­efni síðasta árs.

„Það er virki­lega ánægju­legt að fá Eyri Vöxt inn í hóp sterkra hlut­hafa, en fé­lagið stend­ur á mjög spenn­andi tíma­mót­um nú þegar teikni­myndaþáttaröðin Ævin­týri Tulipop er í þann mun að fara í sýn­ing­ar víða um heim,“ seg­ir Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Tulipop, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK