HSBC keypti útibú SVB í Bretlandi á eitt pund

Alphabeta-byggingin í Lundúnum þar sem höfuðstöðvar SVB í Bretlandi eru …
Alphabeta-byggingin í Lundúnum þar sem höfuðstöðvar SVB í Bretlandi eru staðsettar. AFP/Justin Tallis

Breski bank­inn HSBC hef­ur keypt úti­bú banda­ríska bank­ans Silicon Valley Bank (SVB) í Bretlandi á eitt pund. 

Í yf­ir­lýs­ingu frá breska fjár­málaráðuneyt­inu sagði að öll bankaþjón­usta úti­bús SVB væri kom­in í eðli­legt horf frá og með deg­in­um í dag. 

Ef miðað er við stærð eigna­safns SVB er gjaldþrot bank­ans það næst­stærsta í sögu Banda­ríkj­anna á eft­ir Washingt­on Mutual Bank sem fór á hliðina í fjár­málakrepp­unni árið 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK