Breski bankinn HSBC hefur keypt útibú bandaríska bankans Silicon Valley Bank (SVB) í Bretlandi á eitt pund.
Í yfirlýsingu frá breska fjármálaráðuneytinu sagði að öll bankaþjónusta útibús SVB væri komin í eðlilegt horf frá og með deginum í dag.
Ef miðað er við stærð eignasafns SVB er gjaldþrot bankans það næststærsta í sögu Bandaríkjanna á eftir Washington Mutual Bank sem fór á hliðina í fjármálakreppunni árið 2008.