Pfizer kaupir líftæknifyrirtækið Seagen

Pfizer vill beita fjármunum sínum í að efla baráttuna gegn …
Pfizer vill beita fjármunum sínum í að efla baráttuna gegn krabbameini. AFP

Banda­ríski lyfjaris­inn Pfizer hef­ur náð sam­komu­lagi um kaup á líf­tæknifyr­ir­tæk­inu Sea­gen, sem sér­hæf­ir sig í ný­stár­legri meðferð við krabba­meini, fyr­ir 43 millj­arða doll­ara.

Sea­gen er leiðandi fyr­ir­tæki í rann­sókn­um, þróun og markaðssetn­ingu á krabba­meinsmeðferðum. 

„Pfizer vill beita fjár­mun­um sín­um í að efla bar­átt­una gegn krabba­meini en lækn­ing­ar á krabba­meini halda áfram að vera helsta vaxt­ar­tæki­færi alþjóðlegr­ar lækn­is­fræði. Kaup­in styrkja stöðu Pfizer á þessu mik­il­væga sviði,“ sagði Al­bert Bourla, for­stjóri Pfizer.

Bú­ist er við því að viðskipt­in verði geng­in í gegn í lok þessa árs eða byrj­un þess næsta en Pfizer býður 229 doll­ara í hlut í fyr­ir­tæk­inu.

Samn­ing­ur­inn hef­ur verið samþykkt­ur af stjórn­um beggja fyr­ir­tækja en er háður samþykki eft­ir­litsaðila og hlut­hafa. Þar að auki þarf samn­ing­ur­inn að stand­ast skoðun sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK