Fyrirtæki geta nú nýtt póstboxin sem staðsett eru víða um landið til þess að koma sendingum til viðskiptavina.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Póstinum.
Á landinu eru 63 póstbox og þeim hefur fjölgað ört á seinustu misserum og nú fá fyrirtækjaeigendur tækifæri til þess að nýta sér sendingarmáta. Póstleggja má allar rekjanlegar sendingar, innanlands og til útlanda, í póstbox.