Veltan í iðnaði hefur tvöfaldast

Iðnaður hefur staðið undir 30% af allri fjölgun launþega í …
Iðnaður hefur staðið undir 30% af allri fjölgun launþega í hagkerfinu á síðustu tíu árum og er greinin sú stærsta í útflutningi hagkerfisins. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Veltan í iðnaði hér á landi hefur tvöfaldast frá árinu 2014 en hún nam 1.962 milljörðum króna á á árinu 2022 sem nemur 31% af heildarveltu hagkerfisins. 

Aukningin skýrist af auknum umsvifum í greininni og verðbreytingum, að því er fram kemur í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins um umfang og vaxtartækifæri í iðnaði hér á landi.

Þar kemur fram að verði áform innan greinarinnar um verulega aukningu í útflutningi að veruleika gæti hagvöxtur orðið töluvert meiri á næstu árum en reiknað er með í hagvaxtaspám. 

Iðnaður hefur staðið undir 30% af allri fjölgun launþega í hagkerfinu á síðustu tíu árum og er greinin sú stærsta í útflutningi hagkerfisins.

Útflutningstekjur greinarinnar á síðasta ári voru 761 milljarðar króna eða …
Útflutningstekjur greinarinnar á síðasta ári voru 761 milljarðar króna eða 44% útflutningstekna hagkerfisins. Hagstofan

Hugverkaiðnaður í miklum vexti

Hugverkaiðnaður skilaði tæplega fimmfalt meira í útflutningstekjur í fyrra en árið 2008. 

Vægi greinarinnar í útflutningi var 14% á síðasta ári og voru útflutningstekjur 239 milljarðar króna.

Samkvæmt könnun SI meðal nokkurra fyrirtækja í hugverkaiðnaði munu útflutningstekjur greinarinnar þrefaldast fram til ársins 2027 og verða þá 700 milljarðar.

Útflutningstekjur hagkerfisins í heild munu aukast um nær fjórðung við þetta, að sögn SI.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK