Fögnuðu útgáfu nýrrar bókar í London

Íris Mjöll Gylfadóttir, Friðrik Larsen og Nick Medic, sem var …
Íris Mjöll Gylfadóttir, Friðrik Larsen og Nick Medic, sem var rannsakandi bókarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Nýj­asta bók dr. Friðriks Lar­sen, Sustaina­ble Energy Brand­ing – Help­ing to Save the Pla­net, var gef­in út af Rout­led­ge í byrj­un mánaðar en út­gáfu­hóf henn­ar fór fram í sendi­ráði Íslands í Lund­ún­um. Marg­ir stjórn­end­ur stærstu orku­fyr­ir­tækja í Evr­ópu voru meðal gesta. Bók­in er byggð á viðtöl­um við for­stjóra og markaðsstjóra stærstu orku­fyr­ir­tækja heims. Friðrik seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að grunn­hug­mynd bók­ar­inn­ar sé að sýna fram á hversu nauðsyn­legt virkt markaðsstarf og vörumerkja­stjórn­un orku­fyr­ir­tækja er fyr­ir orku­skipt­in.

Nick Medic og Peter Miller, meðstofnandi og sköpunarstjóri (e. Global …
Nick Medic og Peter Miller, meðstofn­andi og sköp­un­ar­stjóri (e. Global Creati­ve Director) hjá Octop­us Energy. Ljós­mynd/​Aðsend

Í ávarpi í út­gáfu­hóf­inu sagði Friðrik að umræða um orku­skipti snú­ist oft of mikið um verk­fræði, tækni og fjár­mögn­un en á sama tíma væri að aukast vit­und fyr­ir því að virk­ur skiln­ing­ur og þátt­taka ein­stak­linga sé nauðsyn­legt svo há­marks­ár­ang­ur ná­ist. Ein leið til að sá skiln­ing­ur ná­ist sé að eiga skil­virk sam­skipti í gegn­um vel skil­greind vörumerki. Vörumerki geti þannig vel náð yfir hug­tök rétt eins og fyr­ir­tæki og gagn­ast vel til að hafa áhrif á skoðanir fólks. Í þessu til­viki til góðs að hans mati.

Friðrik sagði þó að skiln­ing­ur hefði verið tak­markaður á þessu inn­an orku­geir­ans og því vonaðist hann til að bók­in myndi auka þann skiln­ing og hvernig vörumerkja­stjórn­un get­ur nýst sem hag­nýtt tól í bar­átt­unni um hreinni heim og brott­hvarf frá notk­un jarðefna­eldsneyt­is.

„Það kann að hljóma und­ar­lega en staðreynd­in er sú að jafn­vel besta nýja tækn­in, sem hjálp­ar til við gerð enn hreinni orku, nær verri fót­festu ef hún er ekki markaðssett rétt,“ sagði hann.

Friðrik og Tim Palmer, yfirmaður markaðs og vörumerkja rannsókna hjá …
Friðrik og Tim Pal­mer, yf­ir­maður markaðs og vörumerkja rann­sókna hjá Shell.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK