Forstjóri á útleið kaupir í félaginu

Helgi Gunnarsson forstjóri Regins.
Helgi Gunnarsson forstjóri Regins. mbl.is/​Hari

Helgi S. Gunn­ars­son, for­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins Reg­ins, hef­ur keypt hluta­bréf í fé­lag­inu fyr­ir um fjór­ar millj­ón­ir króna. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu vegna viðskipta stjórn­anda til Kaup­hall­ar­inn­ar. Fyr­ir tæp­lega mánuði var greint frá því að Helgi hefði óskað eft­ir að láta af störf­um fyr­ir fé­lagið.

Helgi hef­ur verið for­stjóri Reg­ins frá ár­inu 2009. Hann mun starfa sem for­stjóra þangað til ráðið hef­ur verið í starfið fyr­ir hann. Þá mun hann einnig  sitja áfram í stjórn Klasa fyr­ir hönd Reg­ins.

Viðskipti Helga áttu sér stað í morg­un og var sam­tals um að ræða 167.000 hluti á geng­inu 23,9 krón­ur á hlut. Keypti hann bréf­in í gegn­um fé­lagið B38 ehf., en það fé­lag er 100% í eigu Helga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK