Sveinbjörn til Fossa fjárfestingarbanka

Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Ljósmynd/Aðsend

Svein­björn Svein­björns­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri eign­a­stýr­ing­ar Fossa fjár­fest­ing­ar­banka. Hann mun leiða reynslu­mikið teymi Fossa í áfram­hald­andi upp­bygg­ingu eign­a­stýr­ing­ar og fjár­fest­ingaráðgjaf­ar til viðskipta­vina bank­ans.

Svein­björn kem­ur til Fossa frá Íslands­banka þar sem hann hef­ur starfað síðastliðin 20 ár og er því með mjög víðtæka reynslu af fjár­mála­markaði og þjón­ustu við viðskipta­vini. Síðastliðin 14 ár hef­ur hann unnið hjá eign­a­stýr­ingu Íslands­banka, fyrst sem viðskipta­stjóri í Einka­bankaþjón­ustu og sem for­stöðumaður frá 2013. Hann tók svo við sem for­stöðumaður eign­a­stýr­ing­ar Íslands­banka 2018, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

„Ráðning Svein­björns er liður í yf­ir­lýstri stefnu Fossa fjár­fest­ing­ar­banka að leggja áherslu á eign­a­stýr­ingu í vaxtaráform­um bank­ans á kom­andi árum. Svein­björn er viðskipta­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands og með próf í verðbréfaviðskipt­um. Hann hef­ur störf hjá Foss­um í sum­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá kem­ur fram, að Anna Þor­björg Jóns­dótt­ir, sem stýrt hef­ur upp­bygg­ingu eign­a­stýr­ing­ar Fossa til þessa, muni söðla um og taka við stöðu fram­kvæmda­stjóra nýs lána­sviðs Fossa. Hún muni að auki áfram leiða þróun á alþjóðlegu vöru­fram­boði bank­ans með áherslu á er­lenda sjóði. 

Anna Þor­björg er hag­fræðing­ur og fjár­mála­stærðfræðing­ur með meist­ara­próf frá UCLA og USC. Hún býr yfir víðtækri alþjóðlegri reynslu á fjár­mála­markaði. Hún var einn stofn­enda World Fin­ancial Desk LLC, há­tæknifjár­mála­fyr­ir­tæk­is með aðset­ur í New York. Anna Þor­björg hef­ur starfað hjá Foss­um fjár­fest­ing­ar­banka síðan 2016 og byggt upp er­lent vöru­fram­boð og eign­a­stýr­ing­ar­svið. Hún hef­ur starfað í fram­kvæmda­stjórn bank­ans síðastliðin þrjú ár, seg­ir enn frem­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK