Sveinbjörn til Fossa fjárfestingarbanka

Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Ljósmynd/Aðsend

Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignastýringar Fossa fjárfestingarbanka. Hann mun leiða reynslumikið teymi Fossa í áframhaldandi uppbyggingu eignastýringar og fjárfestingaráðgjafar til viðskiptavina bankans.

Sveinbjörn kemur til Fossa frá Íslandsbanka þar sem hann hefur starfað síðastliðin 20 ár og er því með mjög víðtæka reynslu af fjármálamarkaði og þjónustu við viðskiptavini. Síðastliðin 14 ár hefur hann unnið hjá eignastýringu Íslandsbanka, fyrst sem viðskiptastjóri í Einkabankaþjónustu og sem forstöðumaður frá 2013. Hann tók svo við sem forstöðumaður eignastýringar Íslandsbanka 2018, að því er segir í tilkynningu. 

„Ráðning Sveinbjörns er liður í yfirlýstri stefnu Fossa fjárfestingarbanka að leggja áherslu á eignastýringu í vaxtaráformum bankans á komandi árum. Sveinbjörn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með próf í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur störf hjá Fossum í sumar,“ segir í tilkynningunni. 

Þá kemur fram, að Anna Þorbjörg Jónsdóttir, sem stýrt hefur uppbyggingu eignastýringar Fossa til þessa, muni söðla um og taka við stöðu framkvæmdastjóra nýs lánasviðs Fossa. Hún muni að auki áfram leiða þróun á alþjóðlegu vöruframboði bankans með áherslu á erlenda sjóði. 

Anna Þorbjörg er hagfræðingur og fjármálastærðfræðingur með meistarapróf frá UCLA og USC. Hún býr yfir víðtækri alþjóðlegri reynslu á fjármálamarkaði. Hún var einn stofnenda World Financial Desk LLC, hátæknifjármálafyrirtækis með aðsetur í New York. Anna Þorbjörg hefur starfað hjá Fossum fjárfestingarbanka síðan 2016 og byggt upp erlent vöruframboð og eignastýringarsvið. Hún hefur starfað í framkvæmdastjórn bankans síðastliðin þrjú ár, segir enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK