Veita verðlaun fyrir árangursríkustu herferðina

Lúðurinn verður afhentur 24. mars næstkomandi.
Lúðurinn verður afhentur 24. mars næstkomandi. Eva Björk Ægisdóttir

Á ÍMARK deg­in­um, þann 24. mars næst­kom­andi, verða veitt verðlaun fyr­ir ár­ang­urs­rík­ustu aug­lýs­inga­her­ferðina 2022. Árang­ur­s­verðlaun­um er ætlað að beina sjón­um að her­ferðum sem skilað hafa framúrsk­ar­andi ár­angri og er lyk­ilþátt­ur í mati dóm­nefnd­ar sönn­un á ár­angri.

Dóm­nefnd­in er skipuð fag­fólki hvert á sínu sviði úr at­vinnu­líf­inu en í ár voru í dóm­nefnd: Arn­ar Gísli Hinriks­son, Brynj­ar Þór Þor­steins­son, lektor við há­skól­ann á Bif­röst, Gunn­ar B. Sig­ur­geirs­son, aðstoðarfor­stjóri Ölgerðar­inn­ar, Hild­ur Björk Haf­steins­dótt­ir, for­stöðumaður markaðsmá­la og upp­lif­un­ar hjá Isa­via, Lóa Bára Magnús­dótt­ir, markaðsstjóri Origo, Ólaf­ur Þór Gylfa­son, sviðsstjóri markaðsrann­sókna hjá Maskínu, og Salóme Guðmunds­dótt­ir, for­stöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAna­lytics. Formaður dóm­efnd­ar fyr­ir hönd ÍMARK er Kar­en Ósk Gylfa­dótt­ir, sviðsstjóri markaðss­mála og sta­f­rænna lausna hjá Lyfju.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ÍMARK voru inn­send­ing­arn­ar í ár fjöl­breytt­ar og átti dóm­efnd erfitt verk fyr­ir hönd­um að velja úr þeim. Til­nefn­ing­arn­ar verða kynnt­ar á morg­un, miðviku­dag­inn 15. mars.

Árunefnd, sem er sú dómnefnd sem velur árangursríkustu auglýsingaherferðina 2022.
Áru­nefnd, sem er sú dóm­nefnd sem vel­ur ár­ang­urs­rík­ustu aug­lýs­inga­her­ferðina 2022.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK