Veita verðlaun fyrir árangursríkustu herferðina

Lúðurinn verður afhentur 24. mars næstkomandi.
Lúðurinn verður afhentur 24. mars næstkomandi. Eva Björk Ægisdóttir

Á ÍMARK deginum, þann 24. mars næstkomandi, verða veitt verðlaun fyrir árangursríkustu auglýsingaherferðina 2022. Árangursverðlaunum er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri og er lykilþáttur í mati dómnefndar sönnun á árangri.

Dómnefndin er skipuð fagfólki hvert á sínu sviði úr atvinnulífinu en í ár voru í dómnefnd: Arnar Gísli Hinriksson, Brynjar Þór Þorsteinsson, lektor við háskólann á Bifröst, Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar, Hildur Björk Hafsteinsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og upplifunar hjá Isavia, Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo, Ólafur Þór Gylfason, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Maskínu, og Salóme Guðmundsdóttir, forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics. Formaður dómefndar fyrir hönd ÍMARK er Karen Ósk Gylfadóttir, sviðsstjóri markaðssmála og stafrænna lausna hjá Lyfju.

Samkvæmt upplýsingum frá ÍMARK voru innsendingarnar í ár fjölbreyttar og átti dómefnd erfitt verk fyrir höndum að velja úr þeim. Tilnefningarnar verða kynntar á morgun, miðvikudaginn 15. mars.

Árunefnd, sem er sú dómnefnd sem velur árangursríkustu auglýsingaherferðina 2022.
Árunefnd, sem er sú dómnefnd sem velur árangursríkustu auglýsingaherferðina 2022.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK