Björk hefði gert íslenska hönnun heimsfræga

Hjalti Karlsson eigandi og hönnuður hjá Karlsonwilker.
Hjalti Karlsson eigandi og hönnuður hjá Karlsonwilker.

Hjalti Karls­son, eig­andi og hönnuður hjá Karl­sonwil­ker í New York, seg­ir að ef heims­fræg­ur ís­lensk­ur aðili eins og til dæm­is Björk hefði unnið með ís­lensk­um hönnuðum hefði það lyft geir­an­um á annað plan. „Ef hún hefði öll sín ár unnið með ís­lensk­um graf­ísk­um hönnuðum þá væri graf­ísk hönn­un á Íslandi heims­fræg. Fyr­ir­tæki myndu flykkj­ast til Íslands til að vinna með ís­lensk­um hönnuðum. Ég er alls ekki að segja að hún hefði átt að gera það, en það er for­vitni­legt að spá í hvernig það hefði til dæm­is haft áhrif á brans­ann.“

Hjalti er gesta­dóm­ari á aug­lýs­inga­verðlaun­un­um Lúðrin­um í ár. Verðlaun­in verða af­hent 24. mars nk.

Á heims­mæli­kv­arða

Hjalti seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að ís­lensk hönn­un sé á heims­mæli­kv­arða. Dauðafæri sé fyr­ir Ísland að gera sig gild­andi sem hönn­un­ar­land.

 „Ég spyr mig af hverju Ísland get­ur ekki orðið miðpunkt­ur fyr­ir hönn­un og aug­lýs­inga­gerð líkt og til dæm­is Svíþjóð hef­ur gert. Við eig­um aug­lýs­inga­leik­stjóra, aug­lýs­inga­stof­ur og hönnuði í fremstu röð,“ seg­ir Hjalti.

Lestu ít­ar­legri um­fjöll­un í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK