Credit Suisse óskar eftir stuðningi seðlabankans

Gengið framhjá höfuðstöðvum Credit Suisse í New York í dag.
Gengið framhjá höfuðstöðvum Credit Suisse í New York í dag. AFP

Sviss­neski bank­inn Cred­it Suis­se hef­ur biðlað til seðlabanka lands­ins að gefa frá sér op­in­ber­lega stuðnings­yf­ir­lýs­ingu til handa bank­an­um.

Frá þessu greindi dag­blaðið Fin­ancial Times nú fyr­ir skömmu og hef­ur eft­ir heim­ild­ar­mönn­um sín­um.

Bank­inn, sem þegar var viðriðinn ýmis hneykslis­mál áður en bank­ar vest­an­hafs tóku að falla, fékk slæma út­reið á hluta­bréfa­markaðnum í dag eft­ir að ljóst varð að stærsti hlut­haf­inn, Saudi Nati­onal Bank, úti­lokaði að leggja til hans meira fé.

Gengi hluta­bréfa í Cred­it Suis­se hrundi um allt að 30% í dag en þegar markaðir í Evr­ópu lokuðu nú síðdeg­is nam geng­is­fallið rúm­lega 24%.

Grannt fylgst með Cred­it Suis­se vest­an­hafs

FTSE 100-vísi­tal­an í Lund­ún­um féll um 3,8% í dag, á versta degi sín­um frá því Rúss­ar réðust inn í Úkraínu fyr­ir rúmu ári.

Gengi evru féll þá um 1,8% gagn­vart banda­ríkja­dal, en svo mikið hef­ur hún ekki fallið á ein­um degi frá því í mars 2020, þegar far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar var skyndi­lega í al­gleym­ingi.

Gengi bréfa í helstu bönk­um Evr­ópu féll sömu­leiðis í dag. Bréf í Barclays, Comm­erzbank, BNP Pari­bas og Societe Gener­ale hrundu þannig öll um 7-12% í verði.

Emb­ætt­is­menn í banda­ríska fjár­málaráðuneyt­inu fylgj­ast einnig grannt með Cred­it Suis­se og hafa verið í sam­bandi við koll­ega sína er­lend­is vegna máls­ins. Þetta staðfesti talsmaður ráðuneyt­is­ins nú fyr­ir skömmu.

Hluta­bréf í Cred­it Suis­se höfðu þegar hrapað fyrr í vik­unni og stóðu í sögu­legu lág­marki eft­ir lok­un markaða á mánu­dag.

Þá stóð gengi bréf­anna í 2,275 frönk­um á hvern hlut. Nú er gengið 1,7 frank­ar á hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK