Fjármálaskilyrði heimila fara versnandi

Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara versnandi vegna mikillar verðbólgu og …
Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd hef­ur ákveðið að hækka gildi sveiflu­jöfn­un­ar­auka úr 2% í 2,5% af inn­lend­um áhætt­u­grunni. Í yf­ir­lýs­ingu frá nefnd­inni seg­ir að bank­arn­ir séu vel í stakk bún­ir til að mæta auk­inni eig­in­fjár­kröfu og viðhalda á sama tíma fram­boði láns­fjár. 

Sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn er mik­il­væg­ur þátt­ur í viðnámsþoli banka­kerf­is­ins. Hækk­un­in nú er til þess fall­in að auka enn frek­ar á viðnámsþrótt fjár­mála­fyr­ir­tækja í ljósi þeirr­ar áhættu sem byggst hef­ur upp og gæti raun­gerst á næstu miss­er­um. Ákvörðun nefnd­ar­inn­ar tek­ur gildi að 12 mánuðum liðnum,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þá kem­ur jafn­fram fram að nefnd­in muni áfram beita þeim stý­ritækj­um sem hún hef­ur yfir að ráða til að varðveita fjár­mála­stöðug­leika þannig að fjár­mála­kerfið geti staðist áföll, miðlað láns­fé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlít­andi hætti.

Fjár­mála­skil­yrði fara versn­andi

Fjár­mála­skil­yrði heim­ila og fyr­ir­tækja fara versn­andi vegna mik­ill­ar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyr­ir að verðbólga verði þrálát og að greiðslu­byrði lána þyng­ist. 

Fjár­mála­kerfið hér á landi stend­ur þó traust­um fót­um og hef­ur rekst­ur krefi­lega mik­il­vægra banka gengið vel. Er eig­in­fjár- og lausa­fjárstaða þeirra sterk. Vand­inn sem steðjar að fjár­mála­fyr­ir­tækj­um á alþjóðleg­um mörkuðum er áminn­ing um nauðsyn þess að inn­láns­stofn­an­ir búi yfir nægj­an­leg­um styrk til að geta sinnt hlut­verki sínu, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni.

Dregið úr áhættu­söm­um lán­veit­ing­um

Fram­boð á íbúðamarkaði hef­ur auk­ist og sölu­tími lengst. Þá er fast­eigna­verð farið að lækka þó það sé enn hátt á nær alla mæli­kv­arða. Hlut­fall fast­eigna­verðs á höfuðborg­ar­svæðinu af bygg­inga­kostnaði er til að mynda með hæsta móti, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni.

Lánþega­skil­yrðin hafa dregið markvert úr áhættu­söm­um lán­veit­ing­um. Einnig eru lán­veit­end­ur vel í stakk bún­ir til að draga úr greiðslu­byrði með breyttu láns­formi. Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd árétt­ar mik­il­vægi þess að lán­veit­end­ur á íbúðalána­markaði vinni með lán­tak­end­um, nú sem áður, til að fyr­ir­byggja greiðslu­erfiðleika eins og kost­ur er.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK