Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag kjörin stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún tekur við af Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastýru Orku náttúrunnar. Samhliða þessu taka þrjú ný sæti í stjórn samtakanna, þau Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála HS Orku, Páll Erland, forstjóri HS Veitna, og Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar.
Í stjórn Samorku sitja jafnframt áfram þau Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum, Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, og Steinn Leó Sigurðsson, sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs hjá Skagafjarðarveitum.
Þá voru þau Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, og Harpa Pétursdóttir, stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar, kjörin varamenn í fyrsta sinn. Fyrir eru Aðalsteinn Þórhallsson, Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, varamenn í stjórn.
Stjórn Samorku er því þannig skipuð að loknum aðalfundi 2023:
Aðalmenn:
Varamenn: